Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 50

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 50
130 Svo djörf og ítur þú áfram þýtur í Ægis skaut, sem gyðja svífi og söngvutn hrífi burt sorg og drunga af jarðar brá. f*ú sveitir klýfur og sálir hrífur þar söngelsk hjörtu í brjóstum slá; þó einn sé strengur í óðar hörpu þú öllum tónum ert viss að ná. Eg söngljóðin vanda þér vildi til handa, mín vina góð, sem tálmun hleður og hlær og kveður þinn hreystióð. Mér lágu ungum svo oft á tungu þau orð, sem féllu í stuðla og söng, en hvergi betur um vor né vetur en við þín straumofnu klettagöng. Pað var sem sál mín þar samhljóm fyndi og sorginni kvæði þar Líkaböng. Pú kennir ei’ ára, svo altaf er bára þín ung og söm. Og fossar dynja, svo flugbjörg stynja við fótstíg röm. Pú vefur armi að björtum barmi og blómum klæðir hvern hólm og sker. Og fjör og yndi tneð einu lyndi þar Eden byggja í faðmi þér. Og skyldi Adam þar yrkja og verja með Evu sinni — það kysi ég mér. Hve frjálsleg er bráin þín, fegursta áin vors fagra lands, og blómsturlindar um bakka mynda þér brúðarkrans; og sporðar blika í blástraumskviku, sem bugðast og vefst um hólma og sker, und viðarfléttum í fylgsnum kletta þar fuglinn hreiðurbú gerir sér.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.