Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 53

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 53
133 hef ég geymd í minni. »Leiðist mér langdegi«. Líf mitt þreytir óyndi síðan ég kvaddi sóldali — »segðu það minni, segðu það móður minni«. — Eigi er um það að villast, að hér er kvenlega tekið á hugmyndum og hendingum og farið mjúkum höndum um gamla hrukkótta and- litið. En í djúpi tilfinninganna dillar undir þjóðlegur þuluhljómur, indæll og þó ömurlegur. Unnur er yngst þeirra skálda hér í sýslu, sem hér verða sýnd. Hún er vel mentuð kona og hefir lesið mikið. Þess hefir hún notið, að hún er dóttir Benedikts á Auðnum, sem jafnan hefir verið bókum kafinn og fjölfróður maður í ýmsar áttir. Hún hefir sloppið við erfiðisstörf að mestu leyti og hefir hún á ýmsar lundir alist þann veg upp, að hún gæti orðið hillingaskáld, eða »róman- tíker« — hvort sem húsmóðurstaðan hlúar að henni, til þess að halda áfram á þeirri leið, eða gerir hana að matselju mannssálar- innar. Pví segi ég það, að »rómantísku« skáldin mega heita munaðarvöruskáld, eða skáld, sem flytja mannsandanum munaðar- varning, en raunveruskáldin flytja honum, að því er kalla má, nauðsynjar lífsins. Spjaldvefnaður sá, sem skáldgáfa Unnar hefir með höndum, er ofinn úr fínum þráðum og mjúkum strengjum. Og svona fer ég með hana: læt hana reka lest —- skáldalestina. í*ær konur hafa verið til hér í sýslu, sem farið hafa lesta- ferðir og dregið matvöru í bú sitt, og verið þó góðar húsfreyjur alt að einu. Eg get trúað því um Unni, að hún verði og góð húsfreyja, þó að hún reki lestina þessa heim á leið — heim til Fjallkonunnar. Ritað í febr. 1906. Vilhjálmur Tell og land hans. Engan stað hlakkaði ég eins mikið til að sjá á ferð minni suður um meginlandið, eins og stöðvarnar kringum Vierwaldstattervatnið í Sviss, sem sagnirnar um Vilhjálm Tell eru við tengdar. Þegar ég var í Kaupmannahöfn á árunum 1896—8 og fékk þar tilsögn í þýzku, komst ég yfir eitt eintak af skáldritum Schillers og barðist með ærnum harm-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.