Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 59
139 En Gessler hefir tekið eftir því, að hann faldi aðra ör í barmi sínum, og spyr, því hann hafi gert það. Tell gengst drengilega við því. að hana hafi hann ætlað að senda í hjarta harðstjórans, hefði hitt skotið mishepnast, og kveður sig þá mundu hitt hafa. Fyrir þetta er hann tekinn fastur og ætlar Gessler að flytja hann til aðsetnrsborgar sinnar og ætlar honum þar æfilanga svartholsvist. Gessler fer nú með fangann í böndum út eftir Vierwaldstátter- vatninu, en þá hvessir ákaft á þá innan úr Reuss-dalnum og lenda þeir í mestu hættu á vatninu og missa þá kjarkinn. Til þess að bjarga sér úr háskanum leysa þeir Tell og láta hann stýra bátnum. Tell lætur berast upp undir Axen-hamrana, og þegar hann sér sér færi, þrífur hann boga sinn og örvar, sem liggja í bátnum, og stekkur með frábæru snarræði upp á klöpp undir hömrunum, um leið og báturinn flýgur fram hjá, en klífur svo upp hamarinn. Tell kemst þannig á undan Gessler í nánd við borg hans, situr þar fyrir honum við einstigi og skýtur hann til bana. — Við fall Gesslers eykst uppreistarmönnum hugur, og telja þeir Tell sem þjóðhetju sína og frelsismann landsins. Um sama leyti er keisarinn myrtur af bróðursyni sínum, og talsverð innanríkissundrung í Austurríki, svo lítið verður af herferðum á hendur uppreistarmönnum, en fleiri og fleiri fylki slást í lið með þeim, og landið lýsir sig óháð öllum erlendum yfirráðum. Auk þess efnis, sem hér er lýst, er í leiknum skýrt stuttlega en greinilega frá ýmsum öðrum af byltingarmönnunum og ýmsum atburðum, sem gerast samtímis, og er þar öllu lýst með skýrum og snildarlegum dráttum, eins og vant er hjá Schiller. Leikritið er ekki langt, 5 fremur stuttir kaflar (þættir) sem komast fyrir á 124 bls. í 8° broti, en það er frá upphafi til enda samfeldur lofsöngur ættjarðarástar, frelsis og fegurðar, þrungið af »rómantík« og háum hugsjónum, manngildi og sjálfstæði; samstiltur, yndislegur óður alls þess, sem göfugast er í mannssálinni og fegurst og tignarlegast í nátt- úrunni. Eg man varla eftir að nokkur leikhússýning hafi tekið mig meiri töfratökum en byrjun 5. þáttar í »Wilhelm Tell«, þar sem bændurnir safnast saman í Altdorf, eftir að frézt hefir af vígi Gesslers, og áhlaupum á ýmsar borgir konungsmanna. Söngur og fagnaðaróp og tónar veiði- horna og Alpahorna hljóma og enduróma í þessu bergmálsríka fjallalandi, meðan karlar og konur, börn og gamalmenni hjálpast að til að rífa harð- stjórnarbælið niður, svo ekki standi þar steinn yfir steini; en bálvitarnir á fjallahyrnunum bera þann fagnaðarboðskap út yfir héruðin, löndin, já, alla veröldina, að ættjörðin elskaða sé aftur orðin frjáls. Engin þjóð í heimi á skýrari og ógleymanlegri mynd af stærsta og dýrðlegasta augna- blikinu í sögu sinni. Enda svíkjast ekki Svisslendingar um að endurnýja þessa mynd fyrir sér. Hvert einasta ár er »Wilhelm Tell« leikinn í Altdorf, ekki einungis fyrir dalbúana, heldur fyrir alla þjóðina, sem sækir þangað til að sjá og heyra þennan dýra ættjarðaróðleik, og sýna hann og kenna börnum sínum, — Aldrei þreytast þeir á að horfa á hann. Schiller reit »Wilhelm Tell« á árunum 1796—1804 þá tæplega hálffimtugur að aldri (fæddur 1759). Sex ár hafði hann ritið í smíðum, svo menn viti, og þrisvar ferðaðist hann um Sviss áður en.hann lyki við það, og kynti sér nákvæmlega land og sögu. Hvert einasta örnefni

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.