Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 61

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 61
og grænum ekrum. Næsti viðkomustaður var á tanganum niður undan þorpinu Seelisberg. Þar sunnan á tanganum blasti við þingsalurinn forni, Riitli, sem er fagur vangur með hömróttri hlíð fyrir ofan og þéttum skógi. Þar strengdu fulltrúar fylkjanna heit sín og þeir aðrir, sem fundinn sóttu, þegar uppreistin var hafin. Svisslendingum er sá staður álíka kær eins og Lögberg er okkur. Árlega er farið þangað með mörg hundruð skóla- barna til að sýna þeim þessar sögulegu stöðvar, og skýra fyrir þeim hvað þar hafi gerst. Skamt frá Riitli er Schillersteinninn. Það er laus fjalladrangur, sem stendur frammi við vatnið og er framhliðin sléttuð dálítið af manna- höndum og höggvið á hana nafn skáldsins. Það var gert á i oo ára fæðingardag lians. Þessi náttúruminnisvarði er einkennilegur og vel val- inn handa elskhuga þessarar fjalianáttúru, og dregur miklu meira að sér 4. SCHILLERSTEINNINN. A steininum stendur: Til minningar um Tell-skáldið F. SCHILLER frá I T' fylkinu. 1859. athygli manna en standmyndir Schillers, sem standa nú orðið í hverri stórborg um alt Þýzkaland. — og eru hver annarri ólíkar. Beint þar gagnvart og hinum megin vatnsins er þorpið Brunnen, þar sem hin sameinuðu, frjálsu fylki héldu þing sín, eftir að skipulag fór að komast á stjórn þeirra. Innan við Brunnen kemur maður í þriðja og insta vatnshlutann, sem er líka hinum fyrri næsta ólíkur og stefnir öðru vísi en .þeir. Sá vatnshluti er luktur geysiháum fjöllum á því nær alla vegu. sem ganga snarbrött niður að vatninu Fyrir vatnsendanum gengur Reuss-dalurinn upp á milli fjallanna og liggur St. Gotthard-vegurinn og járnbrautin inn eftir honum endilöngum. Að vestanverðu eru Urí-alparnir, og er Úrí- Rothorn þar hæst og jökli þakið, en fleiri háir tindar í grendinni og sumir meðal hinna frægustu í Alpafjöllunum, t. d. Tödí og Windgallen o. fl. Allar tindaraðirnar stefna saman að St. Gotthard eins og miðdepli.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.