Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 71
hann sé hverjum íslendingi í Ameríku ómissandi, og fyrir íslendinga heima
inniheldur hann stórmikinn fróðleik, svo að hann ætti að geta selst þar
líka. Það er séra Friðrik J. Bergmann, sem búið heíir bæklinginn
til prentunar og á hann þakkir fyrir skildar. V. G.
ALMANAK 1905. VI. ár. Útg. S. B. Benedictsson. Winni-
peg 1904.
Um þennan almanaksbækling þarf ekki að fjölyrða og í sjálfu sér
er þýðingarlaust að vera að geta hans, því að minsta kosti austan hafs
getur hann engum orðið til »uppbyggingar«.
Auk hins eiginlega almanaks, mánaðarskránna, eru í bæklingnum rit-
dómar um vesturheimsk blöð íslendinga, sögur og kvæði — flest ofur-
ómerkilegt, og málið á því ekki gott, sem oft vill verða þar bjá þeim
vestra. Ritdómarnir sumir eru svæsnar skammir, einkum í garð prestanna;
er mönnum í því nokkur vorkunn, því að stundum verður eigi annað séð,
en að »sálusorgarar« Vestur-íslendinga geri sér að skyldu að níða þá,
er aðra trúarskoðun hafa. — Eina klausu fann ég, sem ekki er svo afleit
Ritstj. segist ekki vita, hvaða bókmentalegir menningarstraumar ættu að
renna austur yfir haf, frá þeim að vestan, »nema ef vér gætum kallast
fyrirmynd í leirburði, en svo eiga þeir ögn af honum líka fyrir austan*!
G. Sv.
íslenzk hringsjá.
ORIGINES ISI.ANDICAE heitir bók, sem út kom i Oxford í fyrra (1905)
eftir þá félaga Guðbrand Vigfússon og F. York Powell, þá báða látna. En síðustu
hönd á verkið hefir lagt IV. A. Craigie, M. A. og er eftir hann prentaður framan
við bókina mikill fjöldi leiðréttinga, sem ekki virðist hafa verið vanþörf á.
Bók þessi er í tveimur stórum bindum, enda er efnið bæði mikið og margvíslegt.
Er þar safnað saman öllu því helzta úr fornritum vorum, er snertir landnám, laga-
setning og fornsögu íslendinga. Er öllu verkinu skift í 5 »bækur«, og er hin 1. um
landnám og ættartölur, 2. um lagasetning (og íslendingabók Ara), 3. om kristnitökuna
(og biskupasögurnar), 4. um íslendingasögur (meginið af ættasögunum) og 5. um
landaleitir og nýlendunám (Grænlands og Vínlands). Er í öllum þessum köflum
texti fornrita vorra prentaður sem meginmál, en neðanmáls er orðrétt þýðing á
textanum á ensku. En á undan hverjum einstökum ritkafla, sem upp er tekinn, er
inngangur til skýringar og fróðleiks, og kennir þar oft margra grasa og nýstárlegra
kenninga á stundum, sem hætt er við að margir fornfræðingar muni ekki kalla
gullvægar allar saman né á fallast, enda eru sumar þeirra ærið djarfar.
Þess er ekki kostur í alþýðlegu tímariti sem Eimreiðinni, að tilfæra mikið úr
slíkri bók sem þessari. Vér verðum því að láta oss lynda að drepa aðeins á tvær
nýjar kenningar, sem þar eru fram settar, og báðar þess eðlis, að flestum íslend-
ingum mun forvitni á að heyra, hvort sem þeir vilja trúnað á leggja eða eigi.