Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 72
152 Önnur þessara kenninga er um íslendingabók Ara fróða. Heldur höf. (Guðbrandur Vigfiísson) því ffam, að Ari hafi skrifað hana á latínu um 1125 f/rir biskupana fslenzku, Þorlák og Ketil; en biskuparnir hafi fengið Ara til að rita bókina, til þess að geta sent hana Össuri erkisbiskupi í Lundi ásamt Kristinrétti þeirra, sem samþyktur hafi verið um sama leyti (1125). Frá Lundi muni hið latneska frumrit af íslendingabók hafa verið sent til páfans í Rómaborg og sé þess því nú að leita í hinu mikla skjalasafni páfans í Vatíkaninu, og geti vel verið, að handrit afíslend- ingabók sé þar enn til. En áður en biskuparnir sendu latneska frumritið frá sér, hafi einhver klerkur þeirra snúið ritinu á íslenzku, og sú þýðing hafi verið geymd í skjalasafni annarshvors biskupsstólsins, í Skálholti eða á Hólum. Frá þeirri þýðingu stafi svo sú íslendingabók, sem við þekkjum. Höf færir ýms rök fyrir þessari skoðun sinni; en aðalröksemdin er þó sú, að í íslendingabók komi fyrir ýms orð og nöfn úr lagamálinu íslenzka, sem bæði séu harla óákveðin og ekki komi heim við lagamálið í Grágás. f að sé nú ekki líklegt, að ef Ari hefði ritað bók sína á íslenzku, að hann hefði þá ekki notað hin réttu lagaorð, sem hann hafi hlotið að þekkja, hvort sem hann nú hafi .sjálfur verið goði eða ekki. 1?essi ónákvæmni hljóti því að stafa frá þýðandanum, sem hafi verið miður lögfróður. Ari hafi þýtt íslenzku lagaorðin á latínu (t. d. aðile með princeps), en þýðandinn aftur þýtt latnesku orðin með öðrum orðum á íslenzku, sem honum fanst liggja næst (t. d. þrinceps með höfðinge [at sökenne]). En annars tilfærir höf. margt fleira, er beri vott um hinn latneska uppruna bókarinnar, þótt eigi verði það hér rakið. Hin kenningin, sem vér vildum drepa á, er um nýja leið til að ákveða, hvar lögberg og lögrétta hafi verið á þingvöllum, er höf. kveðst hafa rekið augun í við að skoða hinn forna þingstað á eynni Mön. í*ar samvari alt því, sem var á íslandi: Tinwald sé þingvöllur, Tinwald-hill sé lógberg (eða þingbrekka á vorþingunum), the House of Keys sé lögréttan og the chapel sé hofib (í heiðni, en seinna meir kirkjan). Milli Tinwald-hill og the House of Keys liggi girtur stígur eða tröð (Path), sem svari til þess, sem kallað sé »þingvallar-traðer* í »Alþingis catastasis« frá 1700, í beinni línu frá austri til vesturs, og svo muni verið hafa á öllum fornum þingstöðum. Gegnum þessa tröð gangi menn hátíðisgönguna (the procession) 24. júní, sem samsvari lögbergisgöngunni eða dómaútfærslunni fyrsta laugardaginn í þingi, og sé fjarlægðin milli lögbergs og lögréttu á báðum stöðum hérumbil 140 álnir enskar (yards). The Keys á Mön svari til goðapallanna (í lögréttu) og the Deemsters (dómstjórar) til lögsögumannanna (eða lögmannanna síðar). Með því nú að bera saman þingstaðinn á Mön og hinar og þessar greinir úr fomritum vorum og lögum kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að lögberg hafi verið á eystri barminum á Almannagjá (fyrir sunnan stíginn niður úr gjánni) og lógréttan þar beint austur af á hinu núverandi Í^ingvallatúni, vestanvert við Klukkuhól, en í norður frá búð Skálholtsbiskups og í útnorður frá kirkjunni (eða hofinu í heiðni). Frá lögréttunni hafi svo legið girt tröð beint í vestur til lögbergs yfir Öxarárbrúna, og eftir þeirri tröð hafi menn gengið lögbergisgönguna. Til þess að þetta verði alt sem skýrast fyrir lesandanum, fylgir uppdráttur af alþingisstaðnum, þar sem afstaða hinna ýmsu merkisstaða er sýnd, eins og höf. álítur verið hafa fram að 1230. V. G. UM GOÐSAGNIRNAR UM RAGNARÖK hefir próf. B. Kahle í Heidelberg ritað alllanga ritgerð í »Archiv fíir Religionswissenschaft« (VIII, 3—4 og IX, 1, 1906). Er í henni fyrst inngangur um Völuspá og ágreining manna um hana, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.