Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 74
154 hafi af því, að læra þá vitleysu, að eignarf. af fingur sé fitigrar, þar sem engum kemur til hugar að hafa það annað en fingurs; enginn maður íslenzkur nmn og trúa því, að fjándur sé nútíðar-íslenzka! Vega kveður hann vera í þátíð óg-ógum, en þó er það — að m. k. í merkingunni drepa — vó-vógum ; spýja einungis spjó, þótt nú hafi það einnig veika beyg. spúði o. s. frv. Ef skelfa er notað í nútíðarmáli, þýðir það aðeins: að hræða, og er danska útleggingin »ryste« því ekki fullnægjandi. Höf. talar um orðið hundrað; telur það, eins og það er, bæði nafnorð, er beygist reglulega, og lýsingarorð. En svo fer það út um þúfur, er hann kemur með þá fjarstæðu, að sem lýs.orð hafi það flt. hundruð, því að kunnugt er, að þá er það óbeygilegt (t. d. hundrað menn, en ekki hundruð (!) menn). Vöndur er tekið sem beygingardæmi á einum stað og beygist þar, eins og það allajafna í ræðu og riti gerir, með þáguf. vendi; svo segir höf. í skýringargrein, að »í nokkrum orðum sé engin þáguf. ending og þá hverfi i-hljóðvarpið, t. d. í »vönd«! Vöndur er því bæði dæmi upp á aðalregluna og undantekninguna! — Ekki fer betur fyrir sól, sem hann notar sem aðalbeygingardæmi kvk.orða, er enda á -ir í nf. og þlf. flt., eignarf. flt. sóla; segir hann þá reglu því nær algilda. En, viti menn, rétt á eftir undantekning: eignarf. flt. getur einnig (sem veikt) endað á -na og dæmi þess er — sól, sólnal Engin regla án undantekingar. G. Sv. PÁLL f'ORKELSSON: BEYGINGARREGLUR í fSLENZKU MEÐ FRÖNSKUM SKYRINGUM (systéme grammatical pour tous les mots islandais avec des explica- tions frangaises). Copenh. 1902. í*etta er 2. útgáfa af hinum íslenzku beygingarreglum P. í*., sem ætlaðar eru Frökkum, og því er bókin á frönsku ritin. (1. útg. kom 1894). Aðeins allra fyrstu blaðsíðurnar eru á íslenzku (þ. e. skýringarnar), með því að það eru framburðar- reglur nokkrar í frönsku fyrir íslendinga. En síðan koma framb.reglur í ísl. handa Frökkum og þá málfræðin og beygingarkerfin. þessi beygingarmálfræði er sérlega nákvæm og samvizkusamlega gengið frá upptalning orða og beygingardæma. Bókin er þörf öllum útlendingum, er franska tungu skilja og íslenzku vilja nema; og lærðir töluvert yrðu þeir að kallast í íslenzku, er þeir kunna bókina alla. Páll Þorkelsson er alkunnur frönskumaður og væri eigi ólíklegt, að aðrir íslenzkir frönskudýrkendur hefðu hug á að eignast þessa málfræði og njóta skemtunar af lestri hennar. Hún fæst í bókaverzlun Gyldendals, Khöfn. í bókinni eru líka ýmsar orðfræðis-athuganir, sem ég veit ekki til, að aðrir Islendingar hafi verið að spreyta sig á en Páll; sumar að m. k. frumlegar. Einna einkennilegastur er kaflinn, sem höf. nefnir: »De l’étymologie ou de l’origine la plus primitive des mots en général« (um fyrsta uppruna eða myndun orða yfirleitt). þar leiðir hann að því, meðal annars, fjölda dæma, að orð (sagnorð ísl.), sem byrja með sömu eða líkum stöfum — líku hljóði —, tákni sömu eða líka hugmynd; fer hann þannig gegn um alt stafrófið og greinir byrjun sagnorðanna. Til þess að menn sjái, hvernig þessi aðferð lítur út, skulu gripin úr orðasægnum t. d. þau, er hefjast á: gra, grá, gre, gri, gry, grœ — tákna ónotalega eða hryggilega athöfn eða þvíuml., svo sem sagnorðin: grafa, gramsa, grána, granda, gráta, gremjast, greypa, grípa, grýta, grœta osfrv. ]?ólt hætt sé nú við, að allir vilji ekki fylgja Páli í gegnum þykt og þunt með þetta kerfi, þá liggur þó í augum uppi, ef það nær yfir meiri hluta orða, að það getur verið til hægðarauka við nám og hjálpar minninu; útlendingum t. d. mundi veita auðveldara að muna merkingu orðanna nokkurn veginn. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.