Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Page 13

Tölvumál - 01.09.1993, Page 13
September 1993 heild til sín taka. I ljósi þess hversu víða tölvu- og upp- lýsingatækni kemur við sögu er eðlilegt að menn leiti annars félagsskapar um ákveðin afmörk- uð mál um lengri eða skemmri tíma. Eftir atvikum á félagið okkar að vera þátttakandi í slíku starfi eða standa til hliðar. Ég tel að Skýrslutæknifélagið hljóti ávallt, vegna samsetningar sinnar, að líta fremur á heildar- hagsmuni en hagsmuni einstakra hópa og sinni því hlutverki best með fræðslu- og kynningarstarfi í víðtækustu merkingu. Jafnt með þeim hætti sem verið hefur á liðnum árum, að halda ráð- stefnur og fundi og gefa út Tölvumál en einnig með því að stuðla að því að fræðsla og fag- leg umræða um tölvu- og upp- lýsingamál eigi sér ávallt stað í skólum landsins, innan veggja fyrirtækja og stofnana, hjá stjórnmálaflokkum, á Alþingi og í fjölmiðlum. Það er mikilvægt að félagið hafi virk áhrif á stjórnvöld og setningu laga og reglna sem að okkur snúa. í vaxandi mæli þarf félagið að beita sér fyrir viðurkenningu tölvu- og upplýsingatækni sem fullgilds atvinnuvegar til jafns við greinar eins og landbúnað, iðnað og sjávarútveg en láta mun nærri að velta hennar sé um 10-15 milljarðar á ári og við hana starfi ífullu starfi meiraen 1000 manns. Félagið þarf að eiga virkan þátt í því að móta menntun tölvufólks á öllum stigum og vinna að skilgreiningu starfsheita innan greinarinnar líkt og nú er verið að gera í Evrópu. Unnið hefur verið þrekvirki í íslenskun heita og orða í tölvu- og upplýsingatækni og má segja að íslenskt tölvufólk telji það aðalsmerki að tala íslensku þegar fjallað er um málefni grein- arinnar. Þetta er að þakka starfi fjölmargra manna og kvenna á þessu sviði og útgáfu orðasafna jafnt okkar sem annarra. Þrátt fyrir góða stöðu á þessu sviði nú má ekki slá slöku við og það verður eitt af meginverk- efnum okkar í framtíðinni að tryggja sess íslenskunnar jafnt hér á landi sem og fyrir Tyrkjaránum framtíðarinnar. Evrópumál hafa eðlilega verið ofarlega á baugi á liðnu ári vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um EES samninginn. Vissulega er þessi málaflokkur mikilvægur en við megurn ekki láta tískusveiflur hvers tíma leiða okkur af leið. Skýrslutækni- félagið er íslenskt félag sem vinnur fyrst og fremst að mál- efnum greinarinnar hér á landi. Þegar stór mál eins og EES koma upp er eðlilegt að við fylgjumst náið með þeim áhrifum sem slíkur samningur hefur á okkar svið og upplýsum félaga okkar um hvað er að gerast og hvers má vænta og eftir því sem tilefni gefast til að við höfum áhrif á þróun mála. (frh. á nœstu síðu) Formaður SI ásamt fyrrverandi formönnum. Frá v. Oddur Benediktsson, Jón Þór Þórhallsson, Sigurjón Pétursson, Páll Jensson og Halldór Kristjánsson. Myndin er tekin í hófi sem einn ágætur félagsaðili hélt núverndi og fyrrverandi stjórnar- og ritnefndarmönnum í tilefni 25 ára afmœlis félagsins. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.