Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Page 18

Tölvumál - 01.09.1993, Page 18
September 1993 Úr hugskoti frumherjanna Viötöl: Guöbjörg Siguröardótti og Dagný Halldórsdóttir Guðjón Reynisson heiðursfélagi SÍ rifjar upp minnisstæð atvik frá fyrstu árum tölvutækninnar á íslandi. Fyrsti rafeindaheilinn sem kom til landsins Það þóttu mikil tíðindi þegar fyrsta vélin af gerðinni IBM-1401 kom til landsins, árið 1964. Um það leyti birtist í Morgunblaðinu mynd eftir Sigmund sem hafði yfirskriftina: "Fyrsti rafeinda- heilinn kominn til landsins" og sýnirþað vel hvað þetta vartalinn mikill viðburður. Þessa mynd hef ég geymt og þykir svolítið vænt um hana. Ræstingakonan hjá Skýrr var hins vegar ekki ánægð með myndbirtinguna því hún hundskammaði mig eftir að myndin birtist af því að hún hélt að ég hefði látið einhver orð um hana falla við blaðamenn Morg- unblaðsins. "Á hverju á ég að lifa?" Starfsmenn þeirra fyrirtækja sem skiptu við SKÝRR kenndu oft tölvunum og starfsfólki SKÝRR um ýmis óþægileg mál sem upp komu og losnuðu þannig við að rífast við fólk. Ég þurfti oft að tala við fólk sem var mjög æst yl'ir því hversu mikið hafði verið í Guðjón Reynisson dregið af launum þeirra í skatta eða barnsmeðlög. Einu sinni hringdi til mín maður og heimt- aði að ég segði sér á hverju hann ætti að lifa því ég tæki svo mikið af honum í skatta að hann hefði ckki neitt eftir. Ég sagði honum að ég hefði ef til vill getað gefið honum góð ráð ef hann hefði hringt í mig í fyrra, áður en hann eyddi þessum miklu tekjum sem hann var nú að borga skattana af, en ég gæti ekkert hjálpað honum núna. Þá svaraði hann: "Þið eigið ekki að vera að taka að ykkur, helvítis fíflin ykkar, meira en þið getið ráðið við!" Mér fannst ákaflega leiðinlegt að svara svona símtölum en eftirá getur maður séð broslegu hlið- arnar á þessu. Vanir að vinna allan sóiarhringinn Eitt sinn fór ég, ásamt Jóni Zophaníassyni, á námskeið til Noregs til þess að læra á IBM- 1401 vélarnar. Þá voru aðeins komnar 3 vélar af þeirri tegund til Noregs og keyrði IBM í Noregi landbúnaðarskýrslur fyrir norska landbúnaðarráðuneytið á einni þeirra. Keyraþurfti þessarkeyrs- lur á nóttunni því það var eini tíminn sem var laus í vélinni. Þegar Norðmennirnir á nám- 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.