Tölvumál - 01.09.1993, Side 28
September 1993
Um uppruna orðsins tölva
Sigrún Helgadóttir
Ritnefnd Tölvumála hefur farið
þess á leit við mig að ég rifjaði
upp söguna um tilurð orðsins
tölva fyrir lesendur í tilefni af 25
ára afmæli Skýrslutæknifélagsins.
Eftir nokkra umhugsun fannst mér
rétt að verða við þeirri bón. Þessi
saga hefur að vísu oft verið sögð.
Þorsteinn Sæmundsson, stjörnu-
fræðingur, og einn af félögum
mínum í Orðanefnd sagði hana í
grein í Tölvumálum í júní 1982.
Síðan eru liðin ellefu ár og því
eðlilegt að unga fólkið í Skýrslu-
tæknifélaginu hafi ekki heyrt hana
rétta. Sumarið 1992 var ég sam-
ferða hópi norrænna gesta í ferð
um Suðurland og sat eins og þeir
undir fyrirlestri íslensks leiðsögu-
manns. Sá sagði einhverja furðu-
sögu af þessu orði, sem hann
reyndar fór vitlaust með, og hefur
sú reynsla enn styrkt mig í þeirri
skoðun að tímabært sé að rifja
upp hvernig orðið tölva varð til
og hvernig það beygist. I því sem
hér fer á eftir mun ég styðjast við
fyrrnefnda grein Þorsteins Sæm-
undssonar og einnig upplýsingar
sem Þorsteinn hefur nýlega fengið
frá Magnúsi Magnússyni prófess-
or og voru ekki í greininni.
Arið 1964 kom fyrsta tölva Há-
skóla Islands til landsins og var
það tölva af gerðinni IBM 1620.
I kringum þessa töl vu var Reikni-
stofnun Háskólans stofnuð og
fyrsti forstöðumaður hennar var
Magnús Magnússon prófessor.
Magnús átti mikinn þátt í að fá
þessa tölvu til landsins. En þegar
hann greindi ráðamönnum frá
verði tölvunnar láðist honum að
gera ráð fyrir aðflutningsgjöld-
um. Hitti hann þá Gunnar Thor-
oddsen sem þá var fjármálaráð-
herra á förnum vegi á Arnarhóli
og bar upp vandræði sín. Gunnar
mun þá hafa sagt að þetta yrði
ekkert vandamál. Nokkru síðar
var Magnús staddur í kjallara
Raunvísindastofnunar við Dun-
haga, þar sem tölvan var hýst,
ásamt Páli Bergþórssyni veður-
fræðingi og voru þeir að ræða
um nafn á þeta undratæki. Magnús
sagði Páli m.a. frá fundi sínum
og Gunnars. Páll mun þá hafa
spurt hvort tækið mætti ekki heita
vala og var þá að hugsa um frú
Völu Thoroddsen, eiginkonu
Gunnars. Eftir nokkra umhugsun
hafði hann þó sagt "eða valva".
Ekki varð meira um umræður
að því sinni. Skömmu síðar var
Sigurður Nordal, prófessor,
staddur heima hjá Magnúsi í
Skeiðarvogi. Þegar Sigurður var
að fara og Magnús fylgdi honum
út sagði hann honum frá samtali
sínu við Pál Bergþórsson um heiti
á nýja reiknitækið. Þá mun
Sigurður hafa sagt "það er ekki
valva heldur völva". Eftirnokkra
stund bætti hann við "en hví ekki
tölva?" Og var því samtali þá
lokið. Magnúsi leist vel á orðið
en mun samt hafa verið á báðum
áttum. Hann mun sjálfur hafa
notað orðið rafeindareiknir en
af öðrum tilbrigðum má nefna
heitin rafeindareiknivél, raf-
reikni og reikniheila. Öll þessi
heiti kontu fyrir í Tímariti Verk-
fræðingafélagsins 1964 þar sem
ýmsir menn rituðu greinar í tilefni
af því að þessi fræga vél var
komin til landsins. Þótt ég sé
orðin gömul í hettunni tók ég að
sjálfsögðu ekki þátt í þessari um-
ræðu en ég man óljóst eftir henni
og sum þessara orða voru enn
notuð eftir að ég byrjaði að
starfa við tölvur á Islandi eftir
1969. Þegar Magnús greindi
Þorsteini Sæmundssyni frá orð-
inu tölva leist honum strax vel á
það. Þorsteinn mun því hafa
gripið fyrsta tækifæri sem hann
fékk til þess að ræða við Sigurð
um myndun orðsins og beygingu
þess. Þorsteinn segir orðrétt:
"Sigurður kvað orðið dregið af
orðunum tala og völva og ætti að
beygjast eins og hið síðarnefnda.
Eg spurði Sigurð sérstaklega um
eignarfall fleirtölu af orðinu, og
taldi hann að það ætti að vera
tölna. Ekki hafaþó íslenskumenn
orðið sammála um þetta atriði,
og í reynd hefur orðið verið
beygt á annan hátt (tölva í ef.
ft.)." Ef við reynunr að setja þetta
í dálítið fræðilegri búning getum
við sagt að orðið tölva sé
myndað með u-hljóðvarpi af
orðinu tala á svipaðan hátt og
orðið völva er myndað með u-
hljóðvarpi af orðinu vala. Orðið
beygist, eins og allir vita: tölva,
tölvu, tölvu, tölvu og í ft. tölvur,
tölvur, tölvum, tölva. Myndin
tölva í ef. ft. hefur orðið ofan á
eins og Þorsteinn benti á. Heiti á
þetta nýja undratæki dregur
Sigurður Nordal a orðinu tala
þar sem það vinnur úr tölum en
orðið völva hefur haft áhrif á
hvernig orðið var myndað þar
sem það var sú hugmynd sem
varpað var frant.
28 - Tölvumál