Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Side 29

Tölvumál - 01.09.1993, Side 29
September 1993 Eftir samtal sitt við Siðurð fór Þorstcinn að reka harðan áróður fyrir orðinu tölva. Að sögn Þorsteins reyndist almenningur móttækilegri fyrir orðinu en þeir sem störfuðu við hin nýju tæki. Þorsteinn mun fyrstur mannahafa sett orðið á prent í Almanaki Háskólans þar sem hann greindi frá því að tölva hefði í fyrsta sinn verið notuð við útreikninga al- manaksins fyrir 1966.Tilöryggis hafði hann þó orðið rafeinda- reiknir í sviga. Að beiðni Þorsteins ritaði Páll Theodórsson grein í Almanak Þjóðvinafélags- ins 1967 þar sem orðið tölva var notað jafnhliða orðinu rafeinda- reiknir. í Almanaki Þjóðvina- félagsins 1968 birtist svo löng grein um tölvur eftir Magnús Magnússon og þar var eingöngu notað orðið tölva. Viðtökur almennings urðu jafn- vel betri en Þorsteinn ætlaðist til þannig að til varð nýtt og óvænt vandamál. Hugmyndin var upp- haflega sú að orðið tölva væri eingöngu notað um það sem á ensku var kallað computer, þ.e. 'stórvirka vél sem unnt væri að forrita og gæti gert umfangsmikla útreikninga án mannlegra af- skipta’. En fljótlega var farið að nota orðið tölva um hvers kyns reiknivélar. Einnig var farið að nota það í samsetningum um hvers kyns tæki sem höfðu raf- eindabúnað t.d. tölvuúr. Þor- steinn segir árið 1982 að tími sé kominn til þess að sporna við fótum þannig að orðið tölva verði ekki svo ofnotað að það hætti að hafa nokkra glögga merk- ingu. Jóhann Gunnarsson tekur undir þessi orð Þorsteins í næsta hefti Tölvumála. Eg hef einnig stundum bent á þessa ofnotkun orðsins tölva og ýmissa samsetninga af því. A tímabili virtist mér sem tilhneig- ing væri til þess að þýða flest ensk og norræn heiti sem byrjuðu á data- eða digital- með íslensku heiti sem byrjaði á tölv-. Ekki er gott að segja hvers vegna þetta var svo en stundum held ég að allt sem tengt var tölvum hafi verið álitið fínt. Mér finnst að þessarar tilhneigingar gæti minna nú en fyrir 5-10 árum. En mikið hefur verið unnið við þýðingar á orðaforða tölvutækn- innar á undanförnum 25 árum. Orðanefnd var stofnuð á vegum Skýrslutæknifélags Islands fljót- lega eftir að það var stofnað 1968. Ég held að óhætt sé að segja að það hafi haft meiri áhrif en allt annað sem gert hefur verið á þeim vettvangi en sú saga er efni í aðra grein. Sigvún Helgadóttir er tölfrœðingur á Hagstofu Islands og formaður orðanefndar SI. Sendum Skýrslutæknifélagi íslands árnaðaróskir í tilefni 25 ára afmælisins Aco hf. Félag íslenskra iönrekenda Flugleiðir hf. GSS á íslandi FIP á íslandi hf. Flugbúnaöur hf. Hugur hf. íslandsbanki Kerfi hf. Kerfisþróun hf. Nútíma samskipti hf. Nýherji hf. Oracle ísland Plúsplús hf. Radióbúöin hf. Radiómiðun hf. Skýrr Tölvumiölun hf. Tölvumiðstöð sparisjóöanna Tölvumiöstööin hf. Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Vífilfell hf. Örtölvutækni - Tölvukaup hf. 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.