Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.09.1993, Qupperneq 37
September 1993 í þessu sambandi er rétt að nefna starfsemi SURÍS, Samtök um upplýsinganet rannsóknaaðila á Islandi. Reglulegutölvusambandi við útlönd var fyrst komið á með brautryðjendastarfsemi innan Hafrannsóknastofnunar. SURÍS var stofnað í febrúar 1987, til þess að taka þátt í norrænu samstarfi á sviði reksturs rann- sóknaneta. Samkomulag vargert um að færa tilheyrandi rekstur til Reiknistofnunar 1989 og er sá rekstur nú umfangsmikill og ómissandi fyrir vísinda- og fræði- starf í landinu með yfir 800 tölvur tengdarnetinu af hálfu 45 stofnana og fyrirtækja. Meðal þeirra nýrri verkefna sem Reiknistofnun hefur tekið að sér að undanförnu er að hýsa og keyra kerl'i Lands- og Háskóla- bókasafna, "Gegnir". Það sam- starf hefur einkennst af farsælu samstarfi milli kerfisbókavarða bókasafnanna og tæknisér- fræðinga Reiknistofnunar. Ýmsar spennandi nýjungar og brautryðjandi þróunarverkefni eru í athugun eða undirbúningi hjá Reiknistofnun og væntanlega mun afrakstur þeirrar starfsemi birtast félögum Skýrslutæknifél- agsins í framtíðinni, annað hvort á vettvangi ráðstefna félagsins eða á síðum Tölvumála. Lokaorð Hvorki hefur gefist hér pláss né tími til að ljalla um starfslið stofnunarinnar né stjórn hennar og stefnumörkun og er það miður. Þessir málaflokkar verða að bíða betri tíma. Við undirbúning þessarar stuttu greinar hef ég fengið ómetanlega hjálp, fúslega veitta af Helga Þórssyni, Jóhanni Gunnarssyni, Jóni Þór Þórhallssyni og Oddi Benediktssyni og kann ég þeirn öllum bestu þakkir fyrir. Rang- færslur eða missagnir sem kunna að leynast í innihaldinu eru að sjálfsögðu alfarið á ábyrgð höf- undar. Sá tími sem var til ráð- stöfunar til að skrifa greinina var af ytri ástæðum af mjög skornum skammti og í reynd ekki tíundi hluti af því sem efnið á skilið. Ég vona að lesendur fyrirgefi glappaskot sem kunna að vera af þessumsökum. Efnið á sem sagt betra skilið en þessi íatæku orð og ég vona að tækifæri gefist bráðlega til að taka saman al- mennilega sögu Reiknistofnunar Háskólans sem er svo nátengd sögu tölvumála hér á landi. Douglas Brotchie er forstöðumaður Reikni- stofnunar Háskólans. og nú... er einn fremsti gagnagrunnsmiölari heims fáanlegur fyrir Windows NT □RACLE' OIIACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.