Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Page 39

Tölvumál - 01.09.1993, Page 39
September 1993 þess að hann gat t.d. geymt nafn og heimilisfang viðskiptamanns í reikningaútskrift, þannig að hann gat skrifað það á blaðsíðu 2, 3 o.s.frv. þó að hann læsi aðeins einu sinni nafnaspjaldið, sem var fremst á undan ótilteknum fjöldafærsluspjalda. Hanngathins vegar geymt talsvert mikið af tölum í teljurunum. Teljararnir (accumulators) gátu einnig lagt saman og dregið frá og skilað summum í "repródjúserinn" eins og áður segir. Hins vegar hafði SÍS, lengst af, ekki reiknivélina (multiplying punch), sem var til hjá SKÝRR og varð því að fara þangað til að reikna vexti og því um líkt. Hún var reyndar með afbrigðum hægvirk. Flestar þessar vélar voru frekar hávaða- samar, sérstaklega tabúlatorarnir. Á þessum árum voru SKÝRR til húsa í Ræsishúsinu við Skúla- götu. Þar voru oft nokkrir tabúlatorar í gangi samtímis og heyrðist glamrið í þeim út í portið bak við húsið. Hávaðinn í vélasölunum var óþægilegur, en starfsfólkið fékk nóg af hollri hreyfingu. Skýrsluvélarnar "lásu" spjöldin með stálburstum. Spjöldin runnu undir burstana og tíminn sem leið, frá því að brún spjaldsins rann undir burstana þangað til bursti lenti á gati og gaf straum niður í koparvalsinn undir, ákvarðaði hvaða tákn var um að ræða í viðkomandi dálki. Það kom fyrir að gert var við gallað spjald með því að líma glært límband yfir óæskilegt gat. Þetta olli vand- ræðum síðar, þegar ljósnæmir lesarar höfðu leyst burstalesarana af hólmi. Fóru þá að koma fram villur, sem nokkurn tíma tók að útskýra. Eins og fyrr var getið lásu raðar- arnir aðeins einn dálk í einu. Aðrar vélar höfðu hins vegar 80 bursta í svokölluðum "bursta- bryggjum" og lásu því allt spjaldið. Stundum voru bursta- bryggjurnar tvær, og var þá sú fyrri til að setja upp stýringar, "pikka upp selektora", eins og það var kallað. Þetta var til að ákvarða, hvað gera skyldi við upplýsingarnar, sem lesnar voru úr spjaldinu í seinna skiptið. Þetta var útfært með því að hafa laus tengiborð (control panels) í vél- unum, sem voru tengd sérstaklega fyrir hvert verkefni. Tengiborðin nefndust töflur í daglegu tali. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að hægt var að tengja töflu í tabúlator þannig að stjórngat í spjaldi réði því, hvort tala var lögð við teljara eða dregin frá honum, hvar hún skrifaðist á pappírinn o.s.frv. Töflutengingar gátu orðið býsna flóknar og fengu sumir menn orð á sig fyrir að vera snillingar í þessu. Sátu þeir yfir töflunum með fjarrænum svip, stundum með spotta hangandi út úr munn- vikunum. Eg maneftireinum sem gleymdi að taka spottana út úr sér þegar hann fór út og upp í strætisvagn. Til að spara töflur og víra voru flóknar töflur, sem voru sjaldan notaðar, teiknaðar upp og spot- tarnir rifnir úr þeim. Það var kjörið verkefni fyrir sumarstarfs- menn, að láta þá tengja töflur eftir teikningum. Ég man eftir einum, sem var að læra sagnfræði í Frakklandi og starfar þar nú sem sagnfræðingur. Hann skildi ekkert út á hvað þetta gekk, eða vildi ekki skilja, en varnákvæmur og gagnaðist því vel. Vírspottamir voru mislangir og einangrunin á þeim í skærum litum. Jafnlangir spottar voru með sama lit. Töflurnar gátu því orðið nokkuð skrautlegar. Þegar þessi tækni lagðist af, tímdu sumir ekki að henda töflunum. Það er ekki langt síðan ég sá eina slíka inni á skrifstofu kunningja míns. Gunnlaugur Jónsson er starfsmaður í tölvudeild Seðlabanka Islands og hefur unnið við kerfis- setningu frá því á árinu 1959. Punktar... Sumarið 1947 kom hingað til lands norðurlandafulltrúi IBM-félagsins (International Business Machines Coipo- ration) íNewYork,semhefur með höndum framleiðslu á afkastamiklum skýrslu- gerðarvélum. Samdistþásvo um, að Hagstofan tæki á leigu eina samstæðu af slíkum vélum, er nota mætti fyrst og fremst við úrvinnslu verzlun- arskýrslna, við 10 ára mann- talið o.fl. fyrir Hagstofuna, en auk þess eitthvað fyrir aðrar stofnanir. En vélar þessar voru ekki til sölu og áskildi IBM-félagið sér tveggja ára afgreiðslufrest á þeim. Komu vélarnarhingað til lands sumarið 1949 og voru settar upp í Hagstofunni um haustið og teknar í notkun. Það atvikaðist því svo, að Hagstofan, sem við stofnun sína tók í notkun fyrstu handknúnu reiknivélina hér á landi, varð líka 35 áram síðar fyrst til að taka í notkun hinar stórvirku skýrslu- gerðarvélar. Hagtíðindi, febrúar 1964, kafli um skýrslugerðarvélar. 39 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.