Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Page 5

Tölvumál - 01.10.1996, Page 5
Október 1996 Avarp Jóhanns Gunnarssonar við setningu ráðstefnunnar Skólastarf og upplýsingatækni Menntamálaráðherra, góðir ráðstefnugestir og fyrirlesarar! Mér er það mikill heiður að fá að stýra þessari ráðstefnu um skólastarf og upplýsingatækni sem Skýrslutæknifélag Islands stendur fyrir hér í dag ásamt Félagi tölvu- kennara og Kennaraháskóla Islands. í dagskrá segir að þetta sé þriðja ráðstefnan um notkun upplýsingatækni í skólastarfi sem félagið stendur að í nánu samstarfi við menntastofnanir í landinu. Þessu ánægjulega samstarfi ber að fagna. Á 28 ára starfsferli sínum hefur félagið löngum lagt áherslu á fræðslu um allar hliðar upp- lýsingatækninnar. Hefur það verið gert með fundahaldi og ráðstefnum þar sem oft hafa komið merkir erl- endir gestir. Tímaritið Tölvumál, sem félagið gefur út, hefur til skamms tíma verið eina íslenska tímaritið sem reglulega fjallaði um málefni upplýsingatækni. Þá hefur félagið beitt sér fyrir stöðlun og staðið fyrir útgáfu tölvuorðasafns, sem reyndar er væntanlegt í nýrri og aukinni útgáfu á næsta ári. Ekki er fjarri lagi að eitthvað gerist á vegum félagsins í hverjum mánuði yfir veturinn. Verkefni okkar á þessari 4'úð- stefnu, að tala um upplýsingatækn- ina og skólann í samhengi hvort við annað, er vissulega tímabært. Upplýsingasamfélagið, upplýs- ingabyltingin er að koma yfir okkur. Um það fáum við ekki vélað. Miklar breytingar eru fyrir- sjáanlegar, reyndar að hluta þegar orðnai', á því hvemig einstaklingar og þjóðir heimsins eiga samskipti sín á milli. Nýjar auðlindir kunna að verða gjöfulli en þær hefð- bundnu, til dæmis auður manns- andans. Mikilvægt er að við, íslenska þjóðin, gerum okkur skýra grein fyrir eðli hins nýja samfélags og göngum inn í það á okkar eigin forsendum. Þessi ráðstefna er liður í því ferli að móta okkur forsendur við hæfi. Mér þykir því eiga við að fara í upphafi örstutt yfir þrjú helstu einkenni upplýsingasam- félagsins og tímatal, en um hvort tveggja mætti hafa mörg orð. Einkenni 1. Hraðvirkar, stafrœnar fjar- skiptaleiðir (upplýsingahrað- brautir). Viðeigandi er að nota hér fleirtölu. Það er að mínu mati of fmmstæð heimsmynd að setja jafn- aðarmerki á milli upplýsingabylt- ingarinnar og Intemetsins. Fjögur önnur alþjóðleg tölvunet eru til dæmis starfrækt hér á Islandi: SITA (fjarskiptanet flugfélaga og ferðaskrifstofa), SWIFT (banka- viðskipti), VISA (greiðslukorta- viðskipti) og Almenna gagnanetið (X.25, rekið af Póst- og símamála- stofnun). Internetið er aðgengi- legast og útbreiddast þeirra, og síst vildi ég gera lítið úr þætti þess í þróun upplýsingasamfélagsins, en því er vantreyst í viðskiptaheim- inum vegna takmai'kaðs öryggis og áreiðanleika. 2. Öflugur, auðtengjandlegur tölvu- og fjarskiptabúnaður. Tækniþróun sem enn á sér ekki merkjanleg endimörk ásamt sí- stækkandi markaði valda því að sífellt er ráðist inn á ný notkunar- Þróun upplýsingasamfélagsins Myndin sýnir tímabilin fjögur og lielstu einkenni hvers um sig Tölvumál - 5

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.