Tölvumál - 01.10.1996, Side 16
Október 1996
Upplýsingatækni í kennaramenntun
Stefnumótunarstarf Kennaraháskóla íslands
Eftir Önnu Kristjánsdóttur
I desember 1995 skipaði skóla-
ráð Kennaraháskóla Islands starfs-
hóp um upplýsingatækni í kenn-
aramenntun og skyldi hann leggja
fram tillögur að stefnumótun.
Þegar þetta var gert var vinna
menntamálaráðuneytisins við ritið
I krafti upplýsinga langt komin og
var KHÍ ein fyrsta stofnunin til
þess að hefja vinnu sem fylgdi eftir
þeirri stefnumörkun.
Á vormánuðum 1996 var
Kennaraháskóla íslands falið að
taka við rekstri Islenska mennta-
netsins og jafnframt var ljóst að
áhersla yrði lögð á að stórefla sam-
virka kennslumiðstöð til þess að
hún gæti þjónað skólum í auknum
mæli, bæði í nálægð og um net.
Hvort tveggja hafði þetta áhrif á
stefnumótunarvinnuna.
Til grundvallar skrifum sínum
lagði starfshópurinn, auk ákvæða
laga og reglugerða, þau markmið
og leiðir sem þegar voru fram
komin í ritinu I krafti upplýsinga
og í skýrslunni Ein samvirk
kennslumiðstöð. Snemma var
einnig ákveðið að leita eftir við-
tölum við alla fastráðna kennara
og að fá skýrslur um nýtingu upp-
lýsingatækni og framtíðarsýn á
þeim vettvangi frá öllum stofnun-
um innan KHÍ. Einnig var leitað
eftir umsögnum kennarasamtaka
og samtaka skólastjórnenda. Þótt
hér væri um umfangsmikið starf
að ræða hefur kornið skýrt í ljós
að með þessu fengust mikilvægar
upplýsingar sem munu skipta
meginmáli við endanlega ákvörðun
um stefnu og framkvæmdir allar á
komandi árum.
Starfshópurinn skilaði skýrslu
sinni og tillögum til skólaráðs
Kennaraháskóla íslands í septem-
ber 1996 og var gerð nokkur grein
fyrir vinnunni og áherslum í henni
á ráðstefnunni Skólastarf og upp-
lýsingatækni. Tillögurnar varða
almennt kennaranám nær og fjær,
endurmenntun og símenntun staif-
andi kennara, framhaldsnám og
rannsóknir og síðast en ekki síst
alla stoðþjónustu sem KHI veitir
innan sinna veggja sem og aðilum
utan skólans. Mikil áhersla er lögð
á samhæfingu, samstarf og frum-
kvæði á þessu sviði. Meðan til-
lögur eru til umræðu í skólaráði
Kennaraháskóla íslands er ekki
tímabært að segja frekar frá þeim
en Tölvumál hafa falast eftir grein
um þessa stefnumótun KHÍ er
umræðum og afgreiðslu verður
lokið.
Anna Kristjánsdóttir er
prófessor við Kennara-
háskóla Islands og
veitirforystu starfshópi
skólans um stefnumót-
un varðandi upplýs-
ingatœkni.
Heimildir:
- I krafti upplýsinga. Tillögur
menntamálaráðuneytisins um
menntun, menningu og upplýs-
ingatœkni 1996-1999. Rv.,
Menntamálaráðuneytið, 1996.
- Ein samvirk kennslumiðstöð.
Lokaskýrsla starfshóps um hús-
rýmisþörf vegna bókasafns,
gagnasmiðju, kennslumiðstöðvar
og fjarkennslu í KHÍ (&UHÍ).
Sigurjón Mýrdal o.fl. Kennara-
háskóla Islands í júní 1995.
Heimasíða tölvuorðasafns
Eins og allir vita er nú unnið hörðum höndum að undirbúningi
næstu útgáfu tölvuorðasafns og er fólki bent á að líta á
heimasíðuna:
htt p ://w w w. i s m a I. h i. i s/to
Drengur í hafnfirskum
skóla var spurður að því í
kristinfræðsitíma, hvort hann
vissi hvað gerst hefði á
páskunum.
„Nei, það veit ég ekki,“
svaraði strákur, „því þá var ég
á ferðalagi úti á landi með
mömmu og pabba.“
16 - Tölvumál