Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 20

Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 20
Október 1996 Kennsluvélar Það er í kennsluvísindunum eins og í öðrum vísindagreinum að þróun tækjabúnaðar getur skipt sköpum í þekkingarleitinni og hvemig við beitum þekkingunni og nýtum hana okkur að gagni. Fyrr á öldinni þróaðist kennslutæknin, þ.e. kennsluaðferð atferlisfræð- innar, hraðar en kennslufíeA:i/í gerðu. Það misgengi varð m.a. síðan til þess að kennsluteft/z/ atferlisfræðinnar lá að miklu leyti í dvala um árabil. Sú bylting sem svo hefur átt sér stað í þróun vél- búnaðar, einkum undangenginn hálfan annan áratug, er kunnari en frá þarf að segja. Kennarar og námsefnish@fundar voru þó vart undir slíkt búnir og segja má að öfugt misgengi við það sem áður var hafi tekið við og ríkt undan- farin ár. I dag er háþróaður tækja- búnaður aðgengilegur en aðferðir okkar til að nýta tölvur til kennslu eru enn á æskuskeiði. Til að tölv- urnar nýtist sem kennsluvélar og verði ekki bara eitt tækið enn og auki jafnvel vinnuálag kennarans þurfum við að matreiða námsefnið með talsvert öðrum hætti en al- mennt tíðkast. í þeim efnum má segja að við stöndum á tímamót- um. Að matreiða námsefnið I atferlisfræðinni er fræðilegur grunnur (paradigm) til að kenna með tölvum. Við getum hugsað okkur þann grunn eins og vinnu- teikningu eða forritunarreglur sem notaðar eru aftur og aftur við fjöl- þætt viðfangsefni. Ef við beitum þessum kennslureglum þá er það í sjálfu sér aukaatriði hvert val okkar er á kennslutæki. Það getur verið bók, tölva, myndvarpa eða krít. Kennslutæknin. það er að segja aðferðirnar, eru ekki bók, tölva, myndvarpa eða krít. Kennslutæknin er heldur ekki forrit. Kennslutæknin er sértækt, gagnvirkt ferli sem mikilvægt er að stýra á markvissan hátt. Til að svo megi verða þurfum við að beina athyglinni að námsefnisgerðinni og ræða hana mun ítarlegar en við höfum gert hingað til. í þessu sambandi fannst mér mjög ánægjulegt að heyra af því að efnt hefði verið til samkeppni um hönnun kennsluforrita. Með leiðbeiningum til höfunda var m.a. lagt svo fyrir að þeir færðu rök að því að nemendurnir lærðu af for- ritinu. Þá vaknar spumingin: Hvað er til marks um að nemandinn læri það sem við teljum okkur vera að kenna? Hvað er til marks um að okkur hafi tekist að kenna nemand- anum það sem við ætluðum að kenna honum? Að hanna kennsluforrit Kennslumarkmið, markfærni A undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um mikilvægi þess í kennslu og stjórnun að setja starfsmarkmið. Markmið þarf að orða mun nákvæmar en við orðum almennar stefnulýsingar. Kennslu- markmið þurfa að vera leiðbein- andi um það sem gera skal. Oft eru kennslumarkmið svo almennt orð- uð að erfitt getur reynst að vinna eftir þeim. Dæmi um kennslumark- mið, sem þarf að umskrifa, endur- speglast ágætlega í samtali nem- anda sem er að lesa fyrir próf í íslandssögu og ráðfærir sig við efri bekking sem segir: „Kennarinn segir að þið eigið að skilja og sýna raunhæfa þekkingu ykkar á þeim áhrifum sem seinni heimstyrjöldin hafði á búsetu og atvinnuhætti hér á landi. En það sem hann í raun- inni vill er að þið kunnið utan að prósentutölurnar sem eru í töflunni aftast í bókinni"! Sem kennarar verðum við að vita hvað það er sem við ætlum að kenna. Það getur verið að nem- andinn eigi að nefna, þekkja, skrifa og nota rétt í samhengi stafina d og ð. Eða að nemandinn taki sér í munn hugtakið gotneskur stíll í byggingarlist, greini dæmi sem honum eru sýnd frá öðrum stíl, lýsi einkennum á gotneskum stíl, noti hugtakið í réttu samhengi án fyrir- myndar og noti það í nýju sam- hengi við framandi aðstæður. Til að nemandinn viti hvað hann á að gera þurfa markmiðin að vera ótvíræð og skilgreind AÐUR en hann hefur námið. Með kennslu- markmiðunum þarf að nefna hvað það er sem nemandinn á að SEGJA og GERA eftir að hann hefur farið yfir tiltekið námsefni, s.s. kennslufomtið. Kennslutíma- bilið getur verið stutt eða langt, vetur, önn, vika, dagur eða hvert annað viðmið sem ákveðið er, s.s. sá tími sem það tekur nemandann að vinna eftir kennsluforritinu. í lok þess þarf nemandinn að geta sagt og gert eitthvað sem tilgreint var í upphafi að hann skyldi segja og gera þegar kennslunni lyki sem hann sagðiekki og gerðiekki áður en hún hófst. Til að fá upplýsingar um framför nemandans og geta greint og metið breytingarnar sem orðið hafa á færni hans við kennsl- una þurfum við líka að vita hver fæmin var í upphafi áður en við byrjuðum að kenna. Upphafsfærni Nemendur hafa misgott vald á því efni sem við hyggjumst kenna þeim. Það er mikilvægt að athuga hvar nemandinn er á vegi staddur áður en byrjað er. Slíka athugun má kalla stöðupróf. Stöðuprófið sýnir okkur ef til vill að um fjórð- ungur nemendanna hefur gott vald á námsefninu og að okkur er óhætt að vísa þeim áfram í næsta kennsluforrit. Það getur verið nrjög breytilegt hvaða kröfur um færni við gerum á stöðuprófinu og 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.