Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 33

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 33
Október 1996 síðar í atvinnulífinu. Enn hef ég þó ekki kynnt mér neinar niðurstöður rannsókna, sem styðja þessa trú mína. Mér finnst óréttlátt að sumir nemendur hafi aðgang að góðu og vel búnu skólasafni, en annars- staðar er skólasafnið 30 eintök af sömu skáldsögunni og nokkur uppsláttarverk á kennarastofunni. Þetta á ekki við um neitt fram- haldsskólasafn hér á landi, þau eru langflest á mjög góðri uppleið, en ég veit að í nokkrum grunnskólum er þetta dæmi ekki víðsfjarri, því miður. Hvert stefnum við? í mörg ár hefur verið lögbundið að í skólum skuli vera skólasöfn, án þess að lögð hafi verið mikil áhersla á að samþætta þau kennsl- unni. Reyndar stendur í nýjum framhaldsskólalögum, 11. kafla, 36. grein, m.a.: „í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nem- endur í sjálfstæðri leit upplýsinga og notkun gagnabanka“. Satt að segja finnst mér þetta svo opið og loðið orðalag að hver getur túlkað næstum að vild, ég reikna þó með að bókasafnsfræð- ingar og skólasafnskennarar reyni að gera sitt besta, eða er ekki átt við að þeir annist þessa þjálfun? Þó læðist að mér sá grunur að stjórnmálamenn viti ekki alveg hvaða hlutverki þeir hafi ætlað skólasöfnunum að gegna í mennta- kerfi framtíðarinnar og er ekki að furða. Ekki hafa þeir sjálfir vanist skólasöfnum í eigin skólagöngu og ekki er hægt að segja að stuðningur við uppbyggingu skólasafna sé mjög sýnilegur á vogarskálum stjómmálanna né augljós leið til að afla sér vinsælda á landsvísu. En tillögur menntamálaráðu- neytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni gera mikið úr hlutverki skólasafna og mikilvægi endurmenntunar starfsfólks safn- anna, svo að við megum áreiðan- lega vænta skilnings þar á bæ. Það er óumdeilanlegt að nem- endur lifa í nokkurs konar upplýs- ingaheimi. Tölvur em hluti af dag- legu lífi þeirra, mismikill þó. Við höfum orðið vör við að vaxandi munur er á fæmi nemenda í tölvu- notkun. Sumir nemendur hafa tölvu heima og hafa mikla æfingu í að nota hana. Þessa þróun óttast ég. Mér finnst alvarlegt umhugsunarefni ef bilið milli þeirra nemenda sem hafa aðgang að tölvu heima og þeirra sem hafa ekki þennan aðgang fer að koma fram í hæfni þeirra í námi. Að mínum dómi er grund- vallaratriði að skólasafnið stefni að því að verða þjónustumiðstöð skólans í upplýsingasamfélagi. Nemendur eiga að svo miklu leyti sem mögulegt er, að kynnast upp- lýsingatækninni ískólanum. Nem- endur eiga að læra að meðhöndla tölvur, læra samskiptatækni í gegn- um tölvur og læra að nota gagna- grunna af öllum gerðum í eðlilegri og skynsamlegri samþættingu og þeir eiga líka að vera vakandi fyrir þeim þjóðfélagslegu afleiðingum sem stafa af óskaplegu umfangi upplýsinga í heiminum. Mér finnst nauðsynlegt að við setjum kennslu í upplýsingatækni inn í kennsluskrár og fléttum bókasafnið meira'inn í námsgrein- arnar. Aukin notkun tölvutækni í kennslu og aukið magn upplýs- inga, breytir hlutverki kennarans frá því að vera sá sem miðlar upp- lýsingum til þess að veita nemend- um kennslu og stuðning við sjálf- stæða upplýsingaöflun. Þegar hlut- verk kennarans breytist, breytist einnig hlutverk bókasafnsfræð- ingsins. Samstarf kennara og bókasafnsfræðinga verður enn brýnna. Bókasafnsfræðingurinn tekur í enn ríkari mæli að sér að leiða nemendur inn í upplýsingaheiminn og nauðsynlegt er fyrir kennara og bókasafnsfræðinga að stilla samah strengi sína þannig að sem bestur árangur náist. Tölvuheimurinn er að verða nemendum okkar svo eðlilegur og sjálfsagður að við eigum að kenna þeim að ferðast um í honum á auðveldan hátt. Enn koma nemendur inn í framhaldsskólana beint úr grunnskóla án mikillar færni í tölvuvinnslu, en á því verð- ur líklega mikil breyting á allra næstu árum. Kennsla í upplýsingatækni og upplýsingalæsi (information lit- eracy) er víðara hugtak en kennsla íbókasafnstækni. Kennsla í bókasafnstækni hjálpar nemendum að finna upp- lýsingalindir sem eru til á bóka- safninu. Upplýsingatækni þjálfar nemendur í að læra í upplýsinga- heimi. Kennsla í hefðbundinni bóka- safnstækni hefur ekki getað stutt þróun slíkrar færni í upplýsinga- tækni sem er nauðsynleg í síbreyti- legum heimi, kennslan hefur oftast haft í för með sér að nemendur hafa aðeins kynnst safnkosti eins safns. Sá sem hefur tileinkað sér upp- lýsingalæsi, hefur lært að mennta sig sjálfur. Hann veit hvernig upplýsingar eru skipulagðar, hann kann að bera sig eftir þeim og nota þá tækni sem þarf til að leysa verkefnið. Þegar nemandinn þarf að nýta fleiri en eina tegund upplýsinga við lausn verkefnis lærir hann mest. Við þurfum að kenna nem- endum okkar að vera vandlátir á upplýsingarnar, því er mikilvægt að þeir hafi aðgang að sem flestum upplýsingaleiðum á skólasafninu. Almenningsbókasöfnin eru sum hver farin að bjóða viðskipta- vinum sínum Internetstengingu og aðgang að margmiðlunardiskum. Það er auðvitað ágætt, en á ekki að koma í stað uppbyggingar tölvukosts í skólum, heldur sem viðbót við hann. Mér finnst mikilvægt að nem- endur okkar hafi aðgang á skóla- Tölvumál - 33

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.