Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 35

Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 35
Október 1996 Áhrif upplýsingatækni á námsgreinar Ierindi sínu á ráðstefnunni greindi Auður Hauksdóttirfrámikilvægi tölvunnar við tungumálakennslu. Hvernig hægt er að nýta samskiptamöguleika þá sem bjóðast sem gagnvirk tjáskipti. Hér fer á eftir greinargerð eftir einn nemanda Auðar um heimasíðugerð dönskunema við KHI. Vettvangur dönskukennara á vefnum í þessari grein er ætlunin að skýra frá og vekja athygli á heima- síðu sem undirritaður Guðmund- ur Ingi Jónsson, Elín Einarsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir unnu. Við vorum öll nemendur í dönskuvali KHÍ á síðustu vorönn. Verkefnið, sem var liður í námi okkar, fólst í því að gera heimasíðu fyrir dönskunema Kennarahá- skólans. Okkur fannst þetta góð hugmynd þar sem við höfðurn kynnst heimasíðugerð í öðrum áfanga. Markmiðið var að búa til stað á vefnum þar sem dönsku- kennarar og kennaranemar ættu auðvelt með að nálgast allskyns upplýsingar tengdar dönsku- kennslu. Einnig söfnuðum við fjöl- mörgum áhugaverðum tengingum um Danmörku og danska menn- ingu og settum inn á vefinn. Sumar þeirra nýtast ekki bara þeim aðil- um sem láta sig dönskukennslu varða heldur hverjum þeim sem vantar einhverjar upplýsingur um landið. Þess má geta að heimasíð- an er á dönsku. Heimasíðan skiptist í fjóra hluta sem hægt er að tengjast á frá upphafssíðunni og mun ég stutt- lega gera grein fyrir þeim hér á eftir: 1. Upplýsingar um námsgreinina dönsku í Kennaraháskólanum. . Kennarar . Nemendur . Kennsluskrá KHÍ (danska) . Þáttur dönskunnar í Aðal- námskrá grunnskóla . Endurmenntunamámskeið fyrir grunnskólakennara 2. Hagnýtt efni tengt dönsku á bókasafni KHÍ . Tímarit og blöð . Bækur . Upplýsingahandbækur . Danskar kvikmyndir . Hljóðbönd . Tölvuforrit 3. Skólar og menntamál í Danmörku . Háskólar . Önnur framhaldsmenntun . Menntaskólar . Grunnskólar . Annað tengt menntamálum í Danmörku . Húsnæði fyrir námsmenn í Danmörku 4. Almennar upplýsingar tengdar Danmörku . Fjölmiðlar . Bókasöfn í Danmörku . Ferðalög í Danmörku . Ymislegt skemmtilegt . Leitarvélar . Hagnýtar upplýsingar um Danmörku . Atvinna í Danmörku Út frá upphafssíðunni er svo hægt að tengjast í þessa fjóra þætti. Það fyrsta á að gegna því hlutverki að veita allar upplýsingar um valgreinina dönsku í KHI og nöfn nemenda og kennara. Annar liður á að vera til þess að auðvelda bæði nemendum KHI og dönskukennurum leit að bókurn og öðru efni á danskri tungu á bókasafni KHÍ. Þar er einnig reynt að flokka efnið eins og unnt er til þess að gera leitina enn einfaldari. Þátturinn um skóla í Danmörku á að gefa almenningi möguleika á því að afla sér upplýsinga um hvers kyns nám í Danmörku og hina ýmsu skóla. Að lokum er það sá þáttur sem er mest almenns eðlis og þjónar ekki bara kennurum og kennara- nemum. Þai' má finna margskonar upplýsingai' eins og nefndai' em hér að ofan. Stefnt er að því að þessi heima- síða sé í stöðugri vinnslu og þá af kennurum og nemendum í dönsku í KHÍ. Þó að megin markmiðið sé að búa til stað fyrir áhugafólk um dönskukennslu inn á netinu má sjá að hér eru einnig fjölbreyttar upp- lýsingar um Danmörku sem margir gætu nýtt sér. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða þessa síðu er slóðin: http://khi.is/~khi3094/ frums.html Guðmundur Ingi Jóns- son Röksemdafærsla ungs drengs gegn skólaskyldu: „Af hverju þarf ég að fara í skóla fyrst ég get borðað nestið mitt heima?“ Tölvumál - 35

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.