Tölvumál - 01.10.1996, Síða 36
Október 1996
Verðlauna verkefnin
Kolbrún Hjaltadóttir og Sigrún Jóhannsdóttir:
Myndrún
A ráðstefnunni Tölvur og
nám'94 tók Skýrslutœknifélag
Islands upp þá nýbreytni að
veita viðurkenningufyrir starf
tengt tölvunotkun í námi.
Viðurkenning var veitt hópi
sem kallar sig Tölvuvina-
félagiðfyrir að koma á og efla
víðtœkt og langvarandi sam-
starfkennara um skoðun, þýð-
ingar, gerð, prófun og notkun
hugbúnaðar.
I tengslum við ráðstefiiuna
Skólastarf og upplýsinga-
tœkni, 31. ágúst 1996, var
efnt til samkeppni og veittar
tvenns konar viðurkenningar.
Annars vegarfyrir hugbúnað
tilbúinn til notkunar eða á
þróunarstigi og hinsvegar var
um að rœða viðurkenningu
fyrir kennsluferli þar sem
upplýsingatœkni er mjög vel
og hyggilega nýtt.
Dómnefnd um kennslu-
forrit skipuðu Guðjbörg Sig-
urðardóttir, tölvunarfrceðing-
ur, Birgir Edwald, kerfisfrœð-
ingur TVI og kennari og Sal-
vör Gissurardóttir, iektor.
Viðurkenningu hlutu þœr
Kolbrún Hjaltadóttir og
Sigrún Jóhannsdóttir fyrir
forritið Myndrúnu.
Dómnefnd um kennsluferli
skipuðu: Anna Kristjánsdóttir,
prófessor, Lára Stefánsdóttir,
kerfisfrœðingur TVI og kenn-
ari og Valgeir Gestsson, kenn-
ari.
Viðurkenningu var skipt í
tvennt, Georg Douglas hlaut
viðurkenningu fyrir áfanga í
stjörnufrœði og Harpa
Hreinsdóttir, fyrir verkefnið
Fornfrœði á Vesturlandi.
Ritstjóri bað verðiauna-
hafana að segjafrá verkefnum
sínum og fylgja frásagnir
þeirra hér á eftir.
Aðdragandi
Vinna við forritið hófst á norr-
ænu hönnunarnámskeiði í Versl-
unarskóla Islands sumarið 1989.
Námskeiðið var haldið á vegum
tölvuhóps norrænu ráðherranefnd-
arinnar. Markmiðið var að hanna
hugbúnað sem auðvelt væri að
nota og læra á. Myndir og skjá-
myndir væru einfaldar og allar að-
gerðir augljósar þannig að hann
hentaði sem stærstum notenda-
hópi. Aðalmarkmið með forritinu
er síðan að örva notandann til að
skrifa og tjá sig í rituðu máli og
efla þannig málskilning hans og
orðaforða. Forritið er ætlað nem-
endum á forskóla- og grunnskóla-
aldri. Vinnan við forritið hefur
verið styrkt af Verkefna- og náms-
styrkjasjóði Kennarasambands
Islands og Einari J. Skúlasyni hf.
sem styrkti okkur bæði fjárhags-
lega og lánaði okkur tæki til að
skanna inn allar myndir sem eru í
gagnasafninu. Námsgagnastofnun
kostaði forritun að mestu og sá um
útgáfu.
Lýsing á Myndrúnu
Myndrún er myndasöguforrit
sem leyfir notandanum að búa til
sínar eigin sögur. Hægt er að velja
um tvö verkefni sem nefnast ann-
ars vegar Myndraðir og hins vegar
Myndhlutar. í Myndröðum eru 40
myndraðir með mismunandi við-
fangsefnum. Notandinn getur
skrifað texta inn á þær í texta-
blöðrur eða inn á textasvæði. Þar
semur notandinn texta sem er í
samræmi við atburðarás og inni-
hald myndraðanna. Að sjálfsögðu
er enginn texti „hinn eini rétti“,
ímyndunarafl notandans ræður þar
um. Síðan má hugsa sér að hinar
mismunandi útgáfur á sömu
myndaröð séu góður grundvöllur
til umræðna um fjölbreytileika
málsins. Verkefninu er einnig ætlað
að sýna hvernig myndasaga getur
byggst upp. í Myndhlutum eru
stakar myndir sem hægt er að raða
á mismunandi bakgrunn. Þar getur
notandi búið til eigin myndraðir og
skrifað texta. Meginmarkmið með
forritinu er að þjálfa notandann í
móðurmálinu, auka orðaforða,
efla málskilning og málþroska.
Forritið er ætlað til kennslu í
grunnskóla, bæði í almennri
kennslu og sérkennslu en getur
einnig hentað yngri og eldri
notendum. Hægt er að prenta
annað hvort eina mynd eða mynd-
röð (fjórar myndir). Hægt er að
tengja forritið við önnur Windows-
forrit t.d. teikniforrit eða rit-
vinnsluforrit. Þannig getur notand-
inn annaðhvort teiknað sjálfur inn
á myndirnar eða skrifað texta.
Velja má að prenta í lit eða svart-
hvítu (útlínur) og er þá hægt að
lita myndina eftir prentun.
Myndrúnu er einnig hægt að
nota við kennslu í erlendum tungu-
málum.
Tœknilegar kröfur: PC-tölvur
með Windows 3.1 eða nýrra (Win-
dows 95), 8 Mb á hörðum diski,
VGA-skjár eða nýrri.
36 - Tölvumál