Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Page 38

Tölvumál - 01.10.1996, Page 38
Október 1996 Georg Douglas: Sjálfstæður kennslutími með margmiðlun og Interneti Inngangur Astæðan fyrir þróun þessa verkefnis má segja að sé reynsla mín af notkun Internetsins og stórum forritum (á CD-ROM) við raunvísindakennslu í M.H. á und- anförnum árum. Þó að kostirnir við þennan kennsluhátt yfirgnæfi gallana, getur þetta verið mjög tímafrekt og sumum nemendum yfirsést kjami málsins og drukkna í tölvuvinnunni á meðan aðrir eiga erfitt við að velja úr, eða komast yfir þetta ofurmagn af upplýsing- um sem er í boði. Með þessu verk- efni er reynt að halda utan um þetta upplýsingaflóð og gera notkun Internets markvissari. Skipulag Hugmyndin var að hanna kerfi eða tölvuumhverfi þar sem nem- andinn getur ferðast á auðveldan og fljótlegan hátt á milli margmiðl- unarupplýsinga af mörgum gerð- um en um leið fylgt ákveðnu ferli eða þema sem kennarinn getur ákveðið. Kerfið byggir annars- vegar á MultiMedia Lab forritinu sem Námsgagnastofnun gefur út á íslensku og hinsvegar á HTML síðum. Efnið er geymt á staðameti og hjá miðlurum (server), en jaðartæki, eins og CD spil- arar og fl., eru líka notuð. Með því að hafa HTML síðurnar á staðarnetinu er hægt að auka vinnsluhrað- ann. Tilvísanir (links) eru merktar til að sýna hvort þær eru þegar innbyrðis eða hvort þarf að sækja þær á Intemetinu. Nemandinn vinnur innan ákveðins ramma en hefur líka frelsi til að leita að upp- lýsingum sjálfur. Þegar hann ræsir kerfið birtast leiðbein- ingar um hvað á að gera næst. Stundum er hann einfaldlega að horfa á og stjómar ekki því sem er að gerast á skjánum, en í öðrum tilfellum velur hann hvaða upplýs- ingar eða ferli hann skoðar næst. Dæmið sem var kynnt, var kennslustund í plánetufræði. Tíminn hefst með stuttu yfirliti þar sem áhersla er lögð á aðalatriðin. Myndir af Tunglinu, Mars og Ve- nus birtast á skjánum með áhrifa- mikilli tónlist. Nemandinn horfir bara á og hlustar. Að því loknu birtast valmyndir með tökkum sem hver fyrir sig setur af stað ákveðið ferli, þar sem yfirborðseinkenni plánetanna eru tekin fyrir. Öll forrit eru ræst sjálfkrafa og í lok notkunar er nemandinn staddur á upphafsstað hverrar aðgerðar og tilbúinn að halda áfram eða fara til baka. Þannig ferðast nemandinn á milli texta frá kennaranum, myndefna, myndbanda, stórra forrita og Intemets, en alltaf undir einhverri leiðsögn. Tónlist er mikið notuð og hlutverk hennar má ekki vanmeta. Hún ákveður hraðann og skapar andrúmsloft. A ýmsum stigum fær nemand- inn tækifæri til að gera verkefni tengd því sem er á skjánum. Verk- efnin eru unnin í teikniforritum eða HTML eyðublöðum (forms) sem ræsast sjálfkrafa. Lausnir verkefn- anna fara beint til kennarans í gegnum netið með því að ýta á þar til gerðan takka. Helstu kostir Með þessu kerfi er auðvelt að sameina mjög fjölbreytt margmiðl- unarefni en nota eins mikið eða lítið af því og þarf. Þannig er hægt að leiða nemandann í gegnum ákveðið ferli, á ákveðnum hraða, en samt gefa honum frelsi til að fylgja eftir áhugaverðu efni. Allar brey tingar eru þægilegar þannig að upplýsingarnar úreldast ekki. Notandinn þarf ekki að vera sérstaklega tölvulæs og getur jafnvel yfirunnið tölvufælni í svona vingjarnlegu umhverfi. Fyrst og fremst þó, heldur kerfið mjög vel utan um hið mikla upplýsingaflóð m.a. á Internetinu og tryggir að notkun verði markviss. Ég þakka Hildigunni Halldórs- dótturog Sveini Kjartanssyni fyrir hjálp þeirra. ODODDD- myndirf CD tónlist Val Internet C§taðarne|> mynA+texti [~| mynÆbsmjTj—{mynd+texti CD fbrrit Maí -senda Einfölduð mynd til að sýna helstu tengileiðii: 38 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.