Áramót - 01.03.1906, Side 17

Áramót - 01.03.1906, Side 17
21 og á þann hátt ráðstöfun gjörS fyrir útgáfu kirkju- þingsgjöröanna nú. Loksins kom nú út síSastliðinn vetr kverið, sem-svo lengi hefir veriS fyrirhugað, meS sálmum og öSrum hentugum söngum fyrir sunnudagsskólana og banda- lögin. • Útgáfan var kostuS af hr. Ólafi S. Þorgeirssyni í Winnipeg, en þar til kjörin þriggja manna nefnd (frá hinum sameinuSu bandalögum) valdi söngvana og bjó Þá undir prentan. Hefir kveriS þegar fengiS eigi all-litla útbreiSslu meðal œskulýðs vors, þótt sá galli sé á, aS lögin við marga þessa söngva sé enn því miSr al- menningi ókunn. Á sérstökum fundum, er fastákveSnir eru, á kirkjuþingi þessu, út af málum sunnudagsskól- anna og bandalaganna, niun söngvakvers þessa frekar verða minnzt og nauðsynja vorra i því sambandi. Þótt það sé ekki beinlínis neitt kirkjufélagsmál, vi,l eg þó geta þess, aS fám dögum áðr en vér settumst hér á kirkjuþing var systir Jóhanna Hallgrimsson frá móðurhúsinu í Milwaukee komin til Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, ráðin þangaS til kvendjákna- þjónustu hjá fólki voru, hins kristilega liknarstarfs, sem djáknaembættinu heyrir til. Þetta er vitanlega afleiS- ing af kunningskap þeim, sem vér höfum komizt i viS General Council, og verðr væntanlega ekki aS eins þeim sérstaka söfnuði, heldr og kirkjufélagi voru í heild sinni til mikillar blessunar. Hin byrjandi, djáknastarf- semi í ýmsum af söfnuSum vorum ætti út af þessu aS fá i sig nýjan lífskraft og um leið fœrast iun í hina söfnuðina alla. Bókasafn kirkjufélagsins, sem aS undanförnu hafði veriS til geymslu hjá mér i mínu húsi, lét eg samkvæmt

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.