Áramót - 01.03.1906, Page 18
22
ályktan síðasta kirkjuþings síðastliðið haust flytja í
Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, í herbergi eitt sér-
stakt og hentugt, sem söfnuðrinn hefir því eftirlátið
endrgjaldslaust. Getr það varðveitzt þar vel eftir að
fullkomlega hefir verið um það búið í skápum þeim,
sem fyrir það hafa þar verið settir upp í vetr á kostnað
kirkjufélagsins. Að öðru leyti hefir engu fé úr sjóði
félagsins verið til þess varið í ár. En talsvert hefir
því gefizt af ýmiskonar bókum á árinu, og hefi eg kvitt-
að fyrir þær bókagjafir í „Sam.“ Væntanlega vilja
kirkjuþingsmenn allir að því styðja, að slíkar bókagjaf-
ir til safnsins haldi áfram. Vert væri að gefa út prent-i
aða skrá yfir bœkrnar í safninu og dreifa henni út meða.l
almennings væntanlegum gefendum framvegis til leið-
beiningar, og kom bending um þetta fram á einu kirkj u,-*
þingi voru fyrir fáum árum.
Kirkjuvígsla innan félags vors hefir engin farið
fram síðan í fyrra. Auk kirkjunnar íslenzku í Grafton,
sem aldrei hefir verið vigð, þótt þegar sé orðin margra
ára gömul, eru fjórar kirkjur, tilheyrandi söfnuðum fé-
lags vors, óvígðar: kirkjur Konkordía-safnaðar og
Þingvallanýlendu-safnaðar, sem getið var um x árs-
skýrslu forseta í fyrra, og tvær nýjar í Nýja íslandi,
tilheyrandi Víðinessöfnuði og Breiðuvíkrsöfnuði, en
hvorug þeirra mun þó enn fullgjör. Hefði prestrinn,
sem i fyrra var von á frá íslandi, komið, myndi kirkj-
urnair báðar, er fyrst voru nefndar, hafa verið vígðar
síðastliðið haust, en héðan af bíða þær líklega óvígðar
þar til söfnuðir þeir fá til sín fastan prest.
Argyle-söfnuðirnir, sem að eins hafa eina kirkju til
sameiginlegra afnota, eiga nokkurskonar útibú í bœjun-