Áramót - 01.03.1906, Page 20

Áramót - 01.03.1906, Page 20
24 þeir geta æfinlega búizt við, er drottni vilja reynast trúir. Freisting í þessa átt al.l-sterk getr legið oss nærri út af hinni svo nefndu “nýju” guðfrœði, sem víða hefir í seinni tið náð sér niðri í kirkjunni, líka meðal brœðra vorra sumra úti á íslandi. Og er vér hugsum út þang- að, þá getum vér ekki annað en fundið til sárrar sorgar út af þeim stórkostlega villudómi, andatrúnni, sem þar hefir nú í allra siðustu tíð náð haldi á hugsunum og hjörtum merkilega stórs brots af þjóðinni. Raunaleg- ast og háskalegast i því sambandi er þó það, að þetta á að vera kristindóminum til frábærs og ómissanda stuðn- ings. En hér er oss þá skýrt til þess bent, á hve marg- víslegri leið heimsandinn getr rutt sér braut inn í kirkjuna. Ein nv hvÖt fyrir oss til þess í kirkjufélags- baráttu vorri að vera jafnan vakandi og eins og á varð- bergi. Til þess veiti góðr guð oss þá náð sína í Jesú nafni. Hann blessi kirkjufélagið og allt fólk vort beggja megin hafsins og kristnina í heild sinni. Jón Bjarnason. Skrifari kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, lagði fram ársskýrslu sína. Féhirðir kirkjufélagsins, Jón J. Vopni, la,gði fram ársskýrslu sína sem fylgir: GJAFIR TIL HEIMATRÚBODS. Systir Jóhanna Hallgrímsdóttir...........$20 00 G. S. Haller, Cuba, Nebr.................. 5 co E'yrir kirkjuþingstíðindi frá 1904, seld á kirkjuþ'ngi....................... 2 10 Séra P. Hjálmsson ('ofborgað)............. 1 20 J. V. Thorlaksson, Wpg.................... 6 65 Fyrsti lút. söfn. í Winnipeg..............40 00 Þingvalla-söfn.......... ................ 12 35

x

Áramót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.