Áramót - 01.03.1906, Page 26

Áramót - 01.03.1906, Page 26
30 yfirskoða ársskýrs.lur skrifara og féhirðis, og var uppá- stungan samþykt. í nefndina til að yfirskoða ársskýrslu forseta voru kosnir: séra Fr. J. Bergmann og Jóh. H. Frost. Til að yfirskoða skýrslur skrifara og féhirðis setti forseti þá Jóhann Bjarnason, Albert Jónsson, Halldór Halldórsson, Jóhannes S. Björnsson og Jóhann H. Hannesson. Samþykt var enn fremur, að fela nefndinni, sem á. að íhuga ársskýrs.lu forseta, að taka á móti þingmálum og raða þeim á dagskrá. Næst fóru fram kosningar embættismanna, og lyktaði þeim þannig: Forseti var endurkosinn séra Jón Bjarnason í einu hljóði. Vara-forseti var í einu hljóði endurkosinn séra N. Steingrímur Thorlaksson. Skrifari var kosinn séra Friðrik Hallgrímsson. Vara-skrifari var kosinn séra Kristinn K. Ólafsson. íehirðir var kosinn Elis Thorwaldsson. Vara-'féhirðir Albert Jónsson. Albert Jónsson stakk upp á að Jóni J. Vopna sén veitt full þingréttindi, og var tillagan samþykt. Áður en fundi var slitið, kom á þingið George Freeman, sem fulltrúi Melanktons-safnaðar, og var kjörbréf hans tekið gilt samkvæmt tillögu kjörbréfa- nefndarinnar. Kl. 6 l/i var fundi slitið.

x

Áramót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.