Áramót - 01.03.1906, Síða 26
30
yfirskoða ársskýrs.lur skrifara og féhirðis, og var uppá-
stungan samþykt.
í nefndina til að yfirskoða ársskýrslu forseta voru
kosnir: séra Fr. J. Bergmann og Jóh. H. Frost.
Til að yfirskoða skýrslur skrifara og féhirðis setti
forseti þá Jóhann Bjarnason, Albert Jónsson, Halldór
Halldórsson, Jóhannes S. Björnsson og Jóhann H.
Hannesson.
Samþykt var enn fremur, að fela nefndinni, sem á.
að íhuga ársskýrs.lu forseta, að taka á móti þingmálum
og raða þeim á dagskrá.
Næst fóru fram kosningar embættismanna, og
lyktaði þeim þannig:
Forseti var endurkosinn séra Jón Bjarnason í einu
hljóði.
Vara-forseti var í einu hljóði endurkosinn séra N.
Steingrímur Thorlaksson.
Skrifari var kosinn séra Friðrik Hallgrímsson.
Vara-skrifari var kosinn séra Kristinn K. Ólafsson.
íehirðir var kosinn Elis Thorwaldsson.
Vara-'féhirðir Albert Jónsson.
Albert Jónsson stakk upp á að Jóni J. Vopna sén
veitt full þingréttindi, og var tillagan samþykt.
Áður en fundi var slitið, kom á þingið George
Freeman, sem fulltrúi Melanktons-safnaðar, og var
kjörbréf hans tekið gilt samkvæmt tillögu kjörbréfa-
nefndarinnar.
Kl. 6 l/i var fundi slitið.