Áramót - 01.03.1906, Side 34

Áramót - 01.03.1906, Side 34
38 Þar næst safnaði eg í Winnipeg-bæ $225.00. Og að síðustu leitaði eg til Argyle-bygðar og safnaði þar $270.00. SafnaSist á þann hátt nálægt $600.00 alls. Hvarvetna var máli þessu sérlega vel tekið og kann eg öllum, sem eg hefi leitað til í þessu efni, beztu þakkir fyrir góðar viðtökur og greiða úrlausn. Betur og betur virðist mér fólk vort skilja, hve mikla þýðingu mentan æskulýðsins hefir og mjög alment er yfir því fagnað, hve góðan orðstír nemendur vorir við Wesley College geta sér. Og eitt er víst og það er að fólk safnaða vorra alment lætur sér mjög ant um að tilvonandi presta- efni fái sem rækilegastan undirbúning á æðri skólurn undir prestsstöðuna. Síðastliðið ár voru 25 nemendur innritaðir við Wesley- College. Fylgir listi yfir nöfn þeirra skýrslu þessari. Sumir þeirra urðu frá að hverfa eftir stutta stund, sakir vanheilsu, eða þá af öðrum ástæðum. Munu 15 þeirra hafa tekið þátt í íslenzku-kenslunni. Af þeim 10, sem ekki gjörðu það, voru 5 í tveim efstu bekkjunum, þar sem íslenzka ekki er kend. En hinir 5 voru af ýmsum ástæðum bundnir við einhver courses, þar sem íslenzku-kenslan kemur í bága við aðrar námsgreinar, og gátu því ekki af þeim ástæðum tekið þátt í henni. Tveir íslendingar útskrifuðust við April-prófin með á- gætum vitnisburði. Þorbergur Þorvaldsson, með silfur- medalíu að verðlaunum úr náttúrufræðisdeildinni, og jung- frú Emily Anderson úr almennu deildinni. Hjörtur Leó ■öðlaðist $100.00 verðlaun í stærðfræði og Guttormur Gutt- ormsson $100.00 verðlaun í gömlu málunum, báðir í þriðja bekk, en Jón H. Christopherson $40.00 fyrir próf í þýzku. Kenslunni í íslenzku hefir hagað verið á sama hátt og áður, nema hvað Grettis saga var lesin í stað Egils sögu. Meiri og meiri áhugi finst mér fram koma hjá nemendun- um á að læra móðurmál sitt og gleggri skilningur þess, að eins mikið geti verið upp úr því að hafa i mentalegu tilliti og nokkru námi öðru.

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.