Áramót - 01.03.1906, Side 43

Áramót - 01.03.1906, Side 43
47 Ensku nemendurnir héldu ekki áfram viö íslenzkuna seinni árshelminginn, af þeirri ástæöu að þeir gátu ekki fengið eins mörg „credits“ fyrir hana og þeir vildu. Þeir þurftu 3 „credits" en fengu að eins 2 fyrir íslenzkuna. Hér ber aö geta þess, að Sigtryggur ísfeld varð að fara frá skólanum hér um bil tveim mánuðum fyrir uppsögn skóla vegna annríkis á heimilinu, svo að hann gat ekki gengið undir próf. Öll hin luku viðunanlega við prófið. Þar eð þetta ár var síðasta ár Guðnýjar Hofteig við skólann, og sú regla gildir að ‘seniors’, eða ‘dimittentar’, ■eiga að semja frumlegt rit um eitthvert efni; kaus hún að semja ritgjörð um ‘renaissance íslenzkunnar’ á íslenzku og var sú ritgjörð viðtekin. Þvi miður hefir kenslan ekki verið eins fullkomin og eg hefði viljað; kenni eg þar um meðal annars því, að engar íslenzkar bækur aðrar en þær sem hafa verið við- hafðar við kensluna, og Cleasby’s orðabók, sem eg fékk skólann til að kaupa, finnast í bókasafni skólans. Til þess að kenslan geti orðið sem fjölbreyttust og um leið unaðsleg fyrir nemendurna, þarf maður að hafa gott bókasafn; og til þess að sögukensla sérílagi geti komið að nokkru gagni, er alveg nauðsynlegt að útvega gott landabréf af fslandi, og jafnvel af Noregi líka. Eg þarf ekki að orðlengja þetta meir, því eg þykist vita, að allir séu mér samdóma í því máli. Þess vegna vil eg skjóta því til kenslumálanefndar kirkjuþingsins hvort hún sjái sér ekki fært að flytja suður til G. A. College eitthvað af bókasafni kirkjufélagsins. Virðingarfylst , Magnús Magnússon. Skýrsla yfir tekjur og gjöld kenslufyrirtækisins við ■Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn. T ekjur. Frá St. Páls-söfnuði .. .. $ 51 31 Frá Vesturheims-söfn........ 21 50

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.