Áramót - 01.03.1906, Síða 56
6o
Swan River, Furudals, Mouse River, Pipestone og Brand-
on söfnuðum fyrir prestsþjónustu, auk prestslausu safnað-
anna í Nýja Islandi.
Til þess aö vinna verk þetta er nú eigi á öðrum völ,
en prestum kirkjufélagsins og guöfræSisnemanda Runólfi
Fjeldsted, þar sem Jóhann Bjarnason, guöfræöisnemandi
cr fyrir fram ákveöinn til þess að þjóna prestslausu söfn-
uðunum í Nýja íslandi.
Nefndin leggur það til, aö kosin sé þ-riggja manna
nefnd á þessu þingi til aö reka alla heimatrúboðsstarfsem-
ina og henni veitt umboð til að ávísa á féhirði kirkjufélags-
ins eftir þörfum með samþykki forseta. Skal einn nefndar-
manna kosinn til þriggja ára, annar til tveggja og hinn
þriöji til eins. Skal nefndin leggja nákvæma skýrslu fyr-
ir hvert kirkjuþing.
Enn fremur leggur nefndin þaö til, að leitást sé við aö
fá unga menn, sem langt eru komnir með undirbúnings
mentan sína til að starfa að trúboði á sumrum. Hún leyfir
sér að benda á Karl Olson frá Gustavus Adolphus College,
sem ef til vill mætti fá þegar á þessu sumri til þeirra
starfa.
Að öðru leyti ræður nefndin eindregið frá því, að
nokkurum sé ráðið til þess öldungis undirbúningslaust að
byrja guðfræðisnám, nema alveg sérstök skilyrði séu fyrir
liendi.
Á kirkjuþingi 22. Júní 1906,
F. J. Bergmann, N. Stgr. Thorlaksson, Friðb.
Frederickson, George Freeman, Carl J. Olson.
Samþykt að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið.
En með því aö matarmálstími var kominn,var fundi
s,litið k!. 12, eftir að sungið hafði verið seinasta versið
í sálmabókinni.