Áramót - 01.03.1906, Side 58

Áramót - 01.03.1906, Side 58
É2 um kristindómsvini. Séra H. B. Thorgrímsen lagöi tii, að séra Birni B. Jónssyni sé falið að flytja hinum ó- nefnda gefanda hjartans þakklæti kirkjuþingsins, og var það samþykt í einu hljóði. Þá var haldið áfram að ræða heimatrúboðsmálið, sem ólokið var frá síðasta fundi. Fyrsti liður nefndarálitsins samþ. í einu h.ljóði. Annar liður sömuleiðis. Um þriðja lið urðu miklar umræður, og var hann svo samþyktur með öllum þorra atkvæða. Var svo nefndarálitið í heild sinni samþykt. Næst var tekið fyrir skólamálið. Fyrir hönd nefnd- arinnar i því máli lagði Jón J. Bíldfell fram nefndarálit svohljóðandi: Herra forseti. Nefndin sem sett var til þess að íhuga skýrslur stand- andi neíndar í skólamálinu, og skólamálið, leyfir sér að leggja fram svo hljóðandi álit: 1. Nefndin leyfir sér að benda á, að í fjárhagsskýrslu Wesley College nefndarinnar eru færðir til inntekta, fyrir sölu „Aldamóta“ $50.00, sem samkvæmt ályktan áttu að ganga í hinn sameiginlega skólasjóð; leggur nefndin til að þessu sé breytt þannig, að þessir $50.00 sé dregnir frá tekjuafgang Wesley College sjóðsins, sem samkvæmt reikn- ingi nefndarinnar er $192.55, og lagt í hinn sameiginlega skólasjóð;og verður þá í sjóði Wesley College deildarinnar $142-55- 2. CBskilegt væri í framtíðinni, að mentamálaskýrsla norðan nefndarinnar sé nákvæmari, en hún nú er, og viljum vér i því sambandi benda á 6 lið þingsáliktarinnar í fyrra í skólamálinu, sem svo hljóðar: „Að skýrslur frá skóla-

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.