Áramót - 01.03.1906, Page 65

Áramót - 01.03.1906, Page 65
6g falla úr vali og skal þessari reglu fylgt í hvert sinn, sem atkvæði eru greidd, þar til sú tala er fengin, sera ákveðin er. Einnig skal hver sá, sem vi'ð fyrstu atkvæðagreiðslu eður síðari ekki fær næga atkvæðatölu, samkvæmt þess- ari grein, feldur úr vali. Vér mælum með að einni grein,—sem verður n. grein —sé bætt við aukalögin, svohljóðandi: Ef einhver söfnuður kirkjufélagsins breytir safnaðar- lögum sínum, þá skal sú breyting borin upp á næsta kirlcjuþingi á eftir, svo hún verði tekin þar til meðferðar, samkvæmt XIII. grein grundvallarlaga kirkjufélagsins.- Vér höfum tekið eftir því, að VI. og VII. grein auka- laganna er endurtekning á köflurn úr VIII. og IX. grein grundvallarlaganna, en að þessir greinarkaflar hafa þó ekki verið feldir úr þeim lögum og reglum kirkjufélagsins, sem útbýtt er prentuðum til erindsreka á kirkjuþinginu, Þetta þarf þingið að leiðrétta. Á kirkjuþingi að Mountain, N. D., 25. Júní 1906. Friðjón Friðriksson, Ole S. Peterson. St. Eyjólfsson lagði til, að formanni þessarar nefndar, Friðjóni Friðrikssyni, sé ásamt skrifara kirkju- félagsins falið að endurskoða grundvallar.lög, aukalög og fundarsköp kirkjuþingsins og gjöra breytingartil- lögur við þau fyrir næsta kirkjuþing, og var það sam- þykt. Forseti kirkjufélagsins bar fram beiðni frá Krist- nes-söfnuði í Saskatchewan-fylki um inngöngu i kirkju- félagið. í nefnd ti.l að íhuga þá beiðni tilnefndi forseti: séra R. Marteinsson, Freystein Jónsson og séra Jón Jón Bjarnason. Þá lagði séra Kr. K. Ólafsson fram álit nefndar- innar í málinu um „Sameininguna“ og „Börnin“, svo- liljóðandi:

x

Áramót

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.