Áramót - 01.03.1906, Side 67

Áramót - 01.03.1906, Side 67
teinsson þá breytingartillögu, að viö oröin „ráðsmaður Sameiningarinnar“ bætist: „og Barnanna", og var hún samþykt. Séra Björn B. Jónsson gjörði þá viðaukatillögu, að við iiðinn sé bætt orðunum: „og séu honum goldnir ido dollarar fyrir starf sitt“. Samþykt. Annar liður, með áorðnum breytingum, síðan sam- þyktur. Voru þá fallnir liðirnir 4, 5 og 6. Nefndarálit- ið, með áorðnum breytingum, samþykt. Séra R. Marteinsson lagði til, að séra N. S. Thor- laksson sé kosinn ritstjóri „Barnanna“. Samþykt. Albert Jónsson lagði til, að séra N. S. Thorlakssyni séu bergaðir 150 dollars úr kirkjufélagssjóði fyrir ýms aukastörf hans. Samþykt í einu hljóði. Þá var tekið fyrir málið um fjársöfnun í kirkju- legar þarfir, og lagði séra Björn B. Jónsson fram svo- hljóðandi nefndarálit: Nefndin ræður þinginu til að beina eftirfylgjandi bendingum til safnaða kirkjufélagsins: 1. Þingið álítur mjög varhugavert að safna fé til kirkjulegra þarfa með nokkrum þeim aðferðum sem ó- samboðnar eru virðingu kirkjunnar. Það varar fólk safn- aðanna við því, að taka það eftir sumum hérlendum kirkju- flokkum að afla sér fjár með ýmsum óviðeigandi meðul- um. 2. Þingið álítur þá aðferð bezta og samkvæmasta guðs orði og eðli k'rkjulegs félagsskapar.að hver maður greiði til kirkjulegra þarfa fé af fúsum vilja, eftir því sem efni leyfa, og beri þær gjafir fram eins og offur til handa heilögum guði, án þess nokkrir krókavegir séu farnir í þeim fjárframlögum. Björn B. Jónsson, E. H. Bergman, Guðjón ísfefd, A. Oliver, Freysteinn Jónsson.

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.