Áramót - 01.03.1906, Síða 68

Áramót - 01.03.1906, Síða 68
72 Var það nefndarálit samþjdct óbreytt. Þá var tekið fyrir málið um trúmálafundi, og lagði séra Björn B. Jónsson fram svohljóðandi nefnd- arálit: Nefndin leggur t'l, að hvar sem því verður viðkomið, sé haldnir trúmálafundir í söfnuðunum. Hún álítur heppi- leg að söfnuðirnir sjálfir gangist fyrir þvi að koma fund- unum á, og fái til sín til slíkra fundahalda þá presta, sem þeir vilja og geta. Nefndin álítur það alls ekki nauðsyn- legt að margir prestar séu viðstaddir á fundunum. Hún á- lítur að söfnuðir geti haft mjög uppbyggilega samtalsfundi enda þó engir aðkomnir prestar séu viðstaddir, þótt það sé sérlega æskilegt að fle’ri prestar gætu sótt fundina. Þar sem engir prestar eru í söfnuðunum væri æskilegt að prest- ar kirkjufélagsins gætu heimsótt söfnuðina og haldið með þeim samtalsfundi. Björn B. Jónsson, Guðmundur Eiríksson, H. T. Hjaltalín, Björn Skagfjörd, Jóhannes J. Thordarson. Var það í einu hljóði samþykt. Þá var tckið fyrir málið um 25 ára afmæli kirkju- félagsins, og lagði séra Fr. Hallgrimsson frarn svo- liljóðandi nefndarálit: Vér undirritaðir, sem kvaddir vorum til þess að gjöra tillögur um það, með hverju móti kirkjufélagið ætti að halda upp á aldarfjórðungs afmæli sitt að þrem árum liðn- um, höfum íhugað það mál eins rækilega og tækifæri var til, og höfum komist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé unt að fastákveða neitt í því efni á þessu þingi, en rétt væri að kjósa nú briggja manna nefnd til þess að hafa það mál til meðferðar til næsta þings. Hinni væntanlegu nefnd til íhugunar viljum vér benda á að vér álítum það vel til fallið, að kirkjuþing verði það

x

Áramót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.