Áramót - 01.03.1906, Side 70
74
öllum söfnuöum vorum jafn-mögulegt aö sækja kirkjuþing,
hvort sem þeir eru nær eða fjær, ef hægt væri að koma því
í framkvæmd.
Á hinn bóginn getum vér ekki gengið fram hjá því, að
kirkjuþingiS hefir leitt blessun yfir alla þá söfnuSi, sem
hafa notiS nærveru þess, og aS æskilegt væri, að sem flestir
gætu á þann hátt haft not af þvi. ÁstæSur á móti því, aö
binda kirkjuþingið viS einn stað eru til svo mikilvægar aS
vér hljótum aS taka þær til greina. Ein er sú, að eftir aS
standandi nefndin i þessu máli frá síðasta kirkjuþingi
hafSi leitaS álits allra safnaða kirkjufélagsins, svöruðu 19
þeirra, að þeir væru mótfallnir hugmyndinni um fastan
þingstað. AS eins 5 voru hugmyndinni hlyntir. Hinir 14
svöruSu alls ekki og sýndu meS því, að þetta væri þeim
ekkert áhugamál. Önnur ástæSa, sem hlýtur að takast til
greina, er sú, aS báSir söfnuSirnir í Winnipeg, sem líklega
er sjálfsagður staður, ef um fastan þingstaS væri að ræSa,
hafa í einu hljóSi samþykt að vera mótfallnir hugmyndinni
um fastan þingstaS. Að neyða kirkjuþing upp á þá, er
óhugsanlegt.
Af ofangreindum ástæSum ráSum vér kirkjuþinginu
til að samþykkja svohljóðandi tillögur:
1. —AS kirkjuþingiS sé fyrst um sinn færanlegt eins
og áSur, þó meS því skilyrði, að það sé tiltölulega oftar í
Winnipeg en annars staðar, og aS þessu leyti sé álit hinnar
standandi nefndar í þessu máli samþykt.
2. —AS kosin sé þriggja manna standandi nefnd til að
íhuga fram aS næsta kirkjuþingi, hvort ekki sé hægt aS
borga járnbrautarfar allra kirkjuþingsmanna úr kirkjufé-
lagssjóði, eða á einhvern æskilegan hátt greiSa úr örSug-
leikum fátækra og fjarlægra safnaSa með að senda erinds-
reka á kirkjuþing.
Á kirkjuþingi að Mountain, 23. Júní 1906.
Rúnólfur Marteinsson, Magnús Markússon,
Jóhannes Einarsson, Sigfús Anderson,
Thomas Halldórsson.
NefndarálitiS var samþykt.