Áramót - 01.03.1906, Blaðsíða 71
75
Þá var tekiö fyrir aö ræða um niðurjöfnun kirkju-
félag'sgjaldsins, og gjörði séra R. Marteinsson þá til-
lögu, að því gjaldi sé framvegis jafnað niður eftir tölu
fermdra meðlima safnaðanna,— og var sú tillaga samj),
Þá var tekið fyrir að gjöra áætlan um útgjöld
kirkjufélagsins fyrir komandi ár, og gjörði Jón J.Vopni
þá tillögu, að þau séu áætluð 300 dollars, og var það
salnþykt.
Þá var samþykt að ákveða um næsta þingstað.
Séra Fr. J. Bergmann bar fram boð frá Tjaldbúðarsöfn-
uði. Árni Eggertsson frá Fyrsta lút. söfn. í Winnipeg.
Einar Scheving sömuleiðis frá Vídallns-söfnuði. —
Séra Björn B. Jónsson lagði til, að iþakkað væri fyrir
öll tilboðin, og boð Tjaldbúðar-safnaðar þegið; samþ.
Var svo sungið versið nr. 5 og fundi slitið, eftir að
næsti fundur hafði verið ákveðinn kl. 9 næsta dag.
ELLEFTI FUNDUR—kl. 9 f.h. 20. Júní 1906.
Allir á fundi nema J. Benediktsson, sem var farinn
af þingi með leyfi forseta.
Sunginn sálmurinn nr. 230. Séra Pétur Hjálmsson
las 1. Kor. 3, og flutti bæn.
Þá lagði séra N. S. Thorlaksson fram svohljóð-
andi skýrslu um starf sitt í þarfir sunnudagsskólamáls-
ins á síðastliðnu ári:
Eg, sem hefi átt að hafa með höndum sd. skóla mál
kirkjufélagsins á árinu, hefi að kalla ekki gjört neitt í því.
Og hefði eg verið búinn að leggja skýslu mína fram fyrir
þingið fyr, ef eg hefði ekki verið að bíða eftir bréfi frá
ráðsmanni útgáfunefndar „General Council". Það bréf
kom til mín nú á þinginu. Líka vantaði mig skýrslu sd.-