Áramót - 01.03.1906, Side 73

Áramót - 01.03.1906, Side 73
77 Reynt hefi eg á árinu að komast eftir hjá útgefendum „General C.“, með hvaða kjörum hægt væri aö fá nýja „Ljósgeisla" með litmyndum. Hefir þaö gengiö erfiölega. Loksins kom þó bréfið, sem eg gat um, en svarið fullnægir ekki. Verðið á spjöldunum er of hátt. Þau margfalt dýr- ari en hin. Sunnudagsskólaþingið, sem haldið var, bjó eg undir það litla, sem það var undirbúið. Augljóst var, að tíminn var of stuttur, sem því var ætlaður. Og þarf sd.skólaþingið að fá lengri tíma, ef það á að geta náð tilgangi sínum. Tillögur mínar eru þessar: 1. —Að söfnuðirnir séu ámintir um, að leggja sem mesta rækt við sunnudagsskóla sína. 2. —Að af þeim, sem í trúboðserindum ferðast út um prestslausu bygðarlögin, sé heimtað, að þeir vanræki ekki að gjöra alt sem unt er sunnudagsskólamálinu til eflingar í bygðarlögunum. 3. —Að guðfræðisnemendur vorir séu hvattir til að kappkosta að kynna sér sem bezt sunnudagsskólastarfið á námsárum sínum og venja sig við það. 4. —Að nýir „Ljósgeislar" með litmyndum séu gefnir út sem allra fyrst ef kostur er á, en megi ekki vera dýrari en 15—20 cent eintakið—52 spjöld. 5. —Að prestarnir séu beönir að hafa við og við barna- guðsþjónustur í söfnuðum sínum. 6. —Að sunnudagsskólaþing fái á hverju kirkjuþingi ekki minna en 4 klukkutíma til síns þinghalds. 7. —Að tveggja manna nefnd sé kosin, til þess að ann- ast um sunnudagsskólamálið til næsta þings. Á kirkjuþingi, þ. 25. Júni 1906. N. Stgr. Thorlaksson. Samþykt að veita skýrslunni móttöku og taka til- lögurnar fyrir lið ívrir iið.

x

Áramót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Áramót
https://timarit.is/publication/247

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.