Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 3
Einangrun
3
Svartahafi og í öðrum fjarlægari höfum, jafnvel norður
í Ishafi. Á botni Michigan-vatnsins í Ameríku lifa ýms
forn sævardýr, og eins í Nicaragua-vatni í Mið-Ameríku.
Pó verða menn nákvæmlega að athuga allar kringum-
stæður og jarðfræði nálægra sveita, áður en full vissa
fæst fyrir því, að vatnadýr sjeu eftirstöðvar sævarflóa,
þvi ýms krabbadýr og smádýr geta borist á fuglafótum
í leðju og á annan hátt frá sjó upp í fjarlæg vötn, og
sumir sæfiskar þola svo vel saltleysu, að þeir fara upp
ár og komast í vötn langt frá hafi. Þegar vatnadýrin eru
náskyld dýrum í fjarlægum, kaldari eða heitari, höfum,
virðist vera vissa fyrir því, að þau sjeu fornleifar, komin
þangað með sævarsambandi, er náttúran var alt önnur.
Stundum er dýralíf í vötnum svo afarfornt, að hvergi eru
nú á tímum þesskonar dýr í neinum höfum, þau eru út-
dauð alstaðar annarstaðar, tilheyra fornam jarðartímabil-
um. Svo er t. d. í vatninu Tanganijka í Afríku, það ligg-
ur 700—1100 km. frá sjó í djúpri dalskoru, sem hefur
með fleiri vötnum myndast við landsig milli sprungna,
og fylgdu landraskinu mikil eldgos. í Tanganijka er afar-
fornt dýralíf, svipað því sem var á krítartíma, þar eru
meðal annars nokkuð ummynduð sjódýr, eins og t. d.
marglyttur, sem hvergi annarstaðar finnast í stöðuvötnum.
Þessi dýr hafa fyrir nokkrum miljónum ára orðið viðskila
við sjóinn, hafa lifað og dafnað í einverunni og haldist
þarna óhult og lítið breytt um allan hinn langa tíma
vegna einangrunarinnar. Sumar dýrategundir hafa trygt
sjer tilveruna í afskektum fljótum og síkjum, þannig lifa
ýmsar eldgamlar tegundir gljáfiska og brynfiska enn í
fljótum Afríku og Ameríku, en þau kynferði voru í mest-
um blóma á devonstíma og kolatíma; að fiskar þessir
hafa haldist svo lengi, mun mest að þakka einangrun
þeirra, og svipað er ástatt með ýmsar fornar dýrateg-
undir, sem enn lifa í dýpstu hyljum úthafanna. Víða hafa