Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 138
Leiðarvísir handa ferðamönnum á íslandi
138
sem vinna að eflingu samvinnufjelagskapar á íslandi, munu
geta fundið margar góðar leiðbeiningar í henni.
Leidarvísir handa ferdamönnum á Islandi. Daniel
Bruun, Turistruter paa Island. I. Kbh. 1913. XXIV 4-254
bls. + 2 töflum. II. Kbh. 1916 4 -(- 276 bls. -f- 2 töflum.
Útgefið af Atlantshafseyjafjelaginu. (Bókaverslun Gyldendals)
Verð 3 kr. 50 a. hvort bindi.
Bækur þessar eru 560 bls. til samans og auk þess 4 töflur
með kortum og uppdráttum. I’ær eru með mörgum myndum
og uppdráttum, og prentaðar með þjettu og drjúgu letri. Til
þess að hægt sje að hafa þær í vasa, eru þær langar og mjó-
ar. Þær eru ágætur leiðarvísir fyrir alla. innlenda menn sem
útlenda, er ferðast vilja á íslandi, hin fyrri um ferðir meðfram
ströndum landsins og um bygðir þess, en hin síðari um
óbygðirnar.
Höfuðsmaður Daniel Bruun hefur ferðast manna mest
um ísland af öllum útlendum mönnum. 1’eir íslendingar eru
ekki margir, sem hafa ferðast þar eins mikið og hann. Hann
tekur manna best eftir því, sem fyrir augun ber, og kann að
draga upp ágætar myndir af útsýni og landi, og prýða margar
þeirra bækur þessar. Hann hefur unnið íslandi þarft verk með
því að rita þær, og Atlantshafseyjafjelagið með því að gefa
þær út. Öll staðanöfn eru rjett prentuð í bókum þessum og
er það mikill kostur. Bækur þessar eru ódýrar eftir stærð.
Andleg kvæði Jóns Arasonar. biskups, hefur próf.
Finnur Jónsson gefið út nákvæmlega { ritum Hins kgl. danska
vísindafjelags og ritað rækilega um rímið á þeim, málið og
efnið í þeim. Rit þetta heitir: Jón Arasons religiöse digte
udgivne af Finnur Jónsson. Kbh. 1918. 79 bls. 8. Verð
1 kr. 75 a. (Höst & Sön).
Saga frá Islandi. Eline Hoffmann, Familien Vendel.
Kbh. 1917. H. Aschehoug & Co. 188 bls. 8. Verð kr. 4,25.
Frú Hoffmann er dóttir Fischers, er fyrst var sýslumaður
eitt ár í Skaftafellssýslu en síðan 12 ár í Barðastrandarsýslu.
Hún er alin upp á íslandi og hefur tekið ástfóstri við landið
og því ritað sögu þessa. Gunnar Gunnarsson hefur lokið lofs-
yrði á hana. Sagan gjörist í Barðastrandarsýslu, í átthögum
höfundarins. Framan á bókinni er mynd eftir Jóhannes Kjarval.
8aga norska bændra. Oscar Albert Johnsen, prófessor
í sagnafræði við ’náskólann í Kristjaníu, hefur ritað sögu norskra
bænda og er byrjað að prenta hana. Hún á að koma út
hjer um bil 14 heftum og kostar heftið 50 a. Bók þessi
heitir »Norges bönder, utsyn over den norske bondestands hi-