Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 46
46
Frá trlandi
skurbur, sem Grand kanal er nefndur, vestur um landið
alla leið til Dyflinnar (Dublin), höfuðstaðar landsins.
Annar skurður er þar nokkru norðar, Royal kanal;
gengur hann líka úr Shannonfljóti og til Dyflinnar. Má
því sigla í gegnum þvert landið á tveimur stöðum. Marg-
ar aðrar ár eru þar skipgengar, og greiða þær og stöðu-
vötnin mjög fyrir innanlands samgöngum, af því að þau
leggja aldrei, og geta því skipin gengið bæði vetur og
sumar.
Mest stöðuvatn er Neaghvatn (frb. ní-) norður í
landi, um 400 □ km. ab stærð; en fegurst stöðuvatna á
írlandi er Killarneyvatn, milli fjallanna í Kerrysýslu,
suðvestan á írlandi; er landið umhverfis það kallað hin
írska Sviss.
írland er frjótt land, eins og nærri má geta þar sem
jarðvegurinn er góður og loftið svo milt og vætusamt;
en frjósamast er það fyrir sunnan Neaghvatn og í Tip-
perarysýslu, sunnarlega í miðju landi, rjett norður
af Veðrafirði (Waterford). Ef landið væri rjettilega
ræktað, mundi þar fást meiri kornuppskera að meðaltali,
en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni. Árið 1913 var
hveitiuppskeran á einni ekru (acre = 0,40677 hektar) 20,4
enskar tíufjórðunga vættir (centner), en á Englandi 16,8
vættir og í Wales 14,6 vættir.
Á írlandi finst bæði járn, járnkís og kopar, blý og
silfur. Álún er þar víða á vestuiströndinni. í fornöld
var þar unnið töluvert af gulli, og var landið þá frægt
fyrir það og auðlegð; enn finst eitthvað af því í vötnun-
um í Wicklow skamt fyrir sunnan Dyflin.
Á láglendinu inn í landi er Irland eigi svipmikið, en
með ströndum fram og þar sem fjalllent er, er það víða
óvenjulega »fagurt og frítt«. Par eru flóar og firðir, sem
hefur verið líkt við hina fegurstu flóa í heimi. Af því að
veðurblíðan er svo mikil, er jurtagróðurinn víða suðrænn.