Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 95
Frá írlandi
95-
en 1878 tók Charles S. Farnell við forustu af honum
(d. 7. oktbr. 1891; um hann sjá Almanak Pjóðvinafjelags-
ins 1892). Síðar tók Gladstone það mál að sjer. í júni
1885 sagði Joseph Chamberlain, einn af þingskör-
ungum Englendinga, í ræðu, sem hann hjelt í Islington (í
Lundúnum): »Jeg hygg, að flestir Englendingar hafi eigí
minstu hugmynd um þá stjórnaraðferð, sem þessi frjálsa
þjóð reynir að stjórna systurþjóð sinni eftir. í*að er
stjórnaraðferð, sem hvílir á byssustingjum 30OCX) her-
manna, sem sitja þar jafnan í herbúðum eins og í óvina-
landi. Pað er samskonar aðferð, eins skriffinskuleg og
oddborgaraleg og sú, sem Rússland stjórnar Póllandi
eftir, eða sú, sem notuð var í Feneyjum, er þær voru
undir stjórn Austurríkis«.
Chamberlain sagði þá og: »írar geta eigi gengið eitt
skref, þeir geta eigi lyft einum fingri til vinnu innan
sóknar sinnar, í hreppi sínum eða við skóla landsins, án
þess að mæta og rekast á enska embættismenn, sem
hafa eftirlit með þeim, embættismenn, sem eru skipaðir
af útlendri stjórn og án þess að hafa minsta snefil af
því áliti (authority), sem þarf til þess að vera fulltrúi
lands.«
Chamberlain vildi þó eigi árið eftir styðja Gladstone,
er hann kom fram með frumvarp til stjórnarskipunarlaga
handa írlandi; það skyldi fá þing aftur í Dyflinni og
stjórn (Home rule) yfir ýmsum intianlands málum, en
ekki vald yfir fjárhag sínum. Frumvarp þetta var felt.
Við kosningar 1892 fekk Gladstone meiri hluta manna
með sjer og bar hann þá upp að nýju í enska þinginu
stjórnarskipunarlögin handa írum (1893); voru þau sam-
þykt í neðri deild, en í gegnum lávarðadeildina komust
þau ekki.
Nú liðu 19 ár uns Asquith, stjórnarforseti hinna frjáls-
lyndu manna á Englandi, bar þessi lög upp í enska þing-