Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 62
62
Frá írlandi
og andlegrar menningar á dögum Karls hins mikla, og
var keisarinn þar sjálfur í broddi fylkingar. Skólar voru
settir og reynt að bæta úr fræðslu hinna yngri manna, og
margir fullorðnir menn fóru að gefa sig að námi. Al-
staðar þar sem því var við komið, voru Irar fengnir til
að kenna; voru þeir um langan aldur á meginlandinu
teknir fram yfir aðra menn í kennaraembætti, af því að
þeir voru best að sjer og lærðastir. írland stóð þá í
bókmentum og lærdómi framar öllum löndum í álfunni
nema Grikklandi. Á 9. öld var uppi Jóhannes »hinn
írski* (Johannes Scotus Erigena, d. 880), mestur
og skarpastur heimspekingur á þeim tímum.
Á þennan hátt höfðu írar á tímabilinu 590—1170
þýðingarmikil áhrif á margar þjóðir á meginlandinu. Land
þeirra var oft nefnt »hin helga ey«, af því hve margir
munkar, »helgir menn«, komu frá Irlandi.
Koma Ira var gagnólík komu annara þjóða í önnur
lönd. Á þeim tímum fóru aðrar þjóðir til útlanda í hern-
að og með ránum, rjett eins og víkingarnir, en írar heim-
sóttu önnur lönd til þess að breiða þar út kristni og
mentun, frið og mannkærleika. Engin landskirkja hefur
gjört öðrum þjóðum svo mikið gagn og gott sem írska
kirkjan, en þær hafa fyrir löngu gleymt því.
Á meðan þessu fór fram stóð hagur íra vel. Land-
búnaður þeirra var í góðu lagi og hjelst svo kynslóð
eftir kynslóð; jörðin var frjósöm og kvikfjárrækt mikil.
Hungursneyð og mannfellir var ekki á þeim tímum. Iðn-
aður var að vísu lítill eins og þá var víða, en Irar voru
manna oddhagastir og listamenn miklir í skrautskurði og
smíðum. Peir skáru út trje manna best, og grófu í bein
og málma og hjuggu í steina. Línu- og dýraskurðlist
þeirra er fræg; silfur- og gullsmíði og víravirki einnig.
Handyrðir írskra kvenna voru og að sama skapi mjög
fagrar.