Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 96
•^6
Frá Irlancli
inu ii. apríl 1912, og voru þau að lokum samþykt 25.
maí 1914, enda hafði þá neikvæðisvald lávarðadeildar-
innar verið takmarkað í sumum málum. Síðan voru lögin
staðfest af konungi. Alt hið merkasta úr stjórnarlögum
þessum er prentað í Eimreiðinni, 19. ári, 1913, bls. 75 —
87 og má vísa til þess. Lög þessi eru harðla ófrjálsleg
og veita írum miklu minna sjálfstæði en íslendingar fengu
1874, en þó risu flestir hinir ensk-skotsku mótmælendur
í Ulster öndverðir upp á móti þeim, og var fyrir þeim
Edward Carson, sem síðar varð ráðgjafi á Englandi.
Hann safnaði miklu liði, nærri 80000 manna, og hótaði
að gera uppreist, ef ætti að koma lögum þessum á.
Enskir hermenn á Irlandi voru mótmælendum svo hlið-
hollir, að þeir kváðust mundu eigi skjóta á þá, ef til
ófriðar kæmi. Árið 1901 voru um 798000 mótmælendur
í Ulster og um 784000 kaþólskir menn. Flokkaskiftingin
fer þó ekki algjörlega eftir trúarbrögðunum, því að sumir
mótmælendur hafa barist fyrir frelsi Ira og sumir ka-
þólskir menn hafa staðið þar á móti. Við þingkosningar
19ÍO voru í Ulster 1298 fleiri atkvæði með heimastjórn
en á móti. Mótmælendur í Ulster bera því mest við, að
þeir muni sæta ójöfnuði af hinum kaþólsku Irum, ef þeir
fái sjálfstjérn. Hitt mun þó sannara, að mótmælendur sjá
að valdi þeirra á írlandi er lokið, ef írar fá sjálfstjórn.
þeir hafa haft þar flest embætti á hendi og ráðið mestu
með ensku stjórninni. Árið 1902 var í fyrsta sinn ka-
þólskum matini veitt þýðingarmikið embætti á Irlandi, og
urðu mótmælendur þá óðir og uppvægir. Til þess að
halda í völdin, hafa þeir barist á móti flestum endurbótum
á Irlandi og mannrjettindum íra.
Irar hafa haldið trygð við hina kaþólsku trú og kenni-
menn, en trúarofstæki hafa Irar ekki sýnt öðrum trúar-
flokkum, og mun varla þurfa að óttast það af þeirra
Iiendi. írar eiga hinum kaþólsku kennimönnum sínum