Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 104
Norðurlcmd
104
brigðri skynsemi; það hafði og hið mesta tjón í för með
sjer fyrir öll Norðurlönd, því að síðan hefur verið reynt
að gjöreyða danskri tungu á Suður-Jótlandi og dönsku
þjóðerni. Er þjóðerni og tungu allra norrænna þjóða af
því hætta búin.
Sænsk tunga var og á miðöldunum og fram yfir
miðja 19. öld töluð víðar en nú. Svíar námu land á
Rússlandi og lögðu undirstöðuna að veldi Slava í því
landi; tóku þeir síðan nafn eftir hinum sænsku landnáms-
mönnum frá Roslagen og kölluðu sig Rússa. Sænsk
tunga var eigi töluð lengi á Rússlandi, en á Finnlandi
var sænska aðalmálið í nokkrar aldir. Á sænsku hafa
ort höfuðskáld Finna, Johan Ludvig Runeberg (1804
—1877) og Zacharias Topelius (1818—1898). Nú er
verið að byggja út sænskunni á Finnlandi. Hinir svo-
kölluðu »jafnaðarmenn« á Finnlandi hafa í vetur drepið
þar alla hina bestu menn Svía, sem þeir hafa getað nað
í, unga sveina, yfir 8 ára að aldri, sem fullorðna karl-
menn. Konur og börn hafa þeir svelt, sumt til bana
aður en hægt var að veita þeim hjalp.
Á þennan hátt hefur á hinum síðustu mannsöldrum
saxast allmikið á tungu og þjóðerni allra norrænna þjóða.
Englendingar, Pjóðverjar, Rússar og Finnar, (sem eru
mongólskir að ætt, náskyldir Ugrum (Magyörum)), hafa
saxað á það.
A 11. og 12. öld, á blómaöld Islands, á dögum
hinna miklu ágætismanna, Isleifs biskups/Gissurar biskups,
Jóns biskups, Markúss Skeggjasonar, Sæmundar hins fróða
og Ara hins fróða, voru Islendingar miklu víðsýnni en
þeir eru nú. Þá skoðuðu þeir allar norrænar þjóðir sem
frændur sína og vini. Eins og hin fornu lög vor sýna,
kölluðu þeir íslenskuna og allar norrænar tungur danska
tungu (Grágás I a, 38, 172, 173, 229, 239, 244, I b, 198;
7°» 74, 75, 94—96, 338, 340), og þeim var ljóst, hvar