Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 93
Frá írlandi
93
sínum, Leopold i. konungi í Belgíu: »Vjer höfum nóg
ráð til þess að kúga upphlaupin á írlandi, og jeg tel
mjög líklegt, að þeim muni ljúka án baráttu, en jeg hef
ástæðu til þess að ætla, að sumum mönnum þyki það
heldur leitt. Pað verður að gefa Irum góða ráðningu;
annars munu þeir byrja að nýju.« —
Eitt af því, sem best hefur hjálpað Irum, er frjósemi
þeirra. Fyrir því hefur þeim jafnan fjölgað fljótt, hvað
sem yfir þá hefur dunið. Eað er erfitt að gjöreyða slíkri
þjóð. Árið 1659 voru íbúar írlands að eins 500000 eða
hjer um bil tíu sinnum fleiri en Islendingar; á árunum
1841 —1845 voru þeir um 143 sinnum fjölmennari en Is-
lendingar. Árið 1811 var byrjað á Irlandi að taka reglu-
legt manntal og voru landsmenn þá 5937856; 1841 voru
þeir 8196597 og 1845, áður en hallærið hófst, 8295061.
En svo var fátækt alþýðu mikil, að hálf sjötta miljóti
landsmanna hafði aldrei á æfinni átt skó á fæturna. Eftir
hallærið fækkaði landsmönnum svo, að 1851 voru þeir
•6574278, 1861 5798967, 1891 4706448 og 1911 4381951.
Tölur þessar sýna bæði hvernig írum hefur verið stjórn-
að á hinum síðustu mannsöldrum, og hve óánægja þeirra
hefur verið mikil. Peir hafa hundrað þúsundum saman
flutt af landi burt, flestir til Ameríku, en þó margir til
Englands, og leitað þar atvinnu, því að þar er betri lög-
gjöf. Á 19. öld er talið, að tvær miljónir íra hafi gengið
á mála í herliði Englendinga; neyðin hefur komið flestum
þeirra til þess. —
írar fengu enga leiðrjettingu sinna mála meðan þeir
einir rjeðu á Englandi, sem höfðu hag af írlandi, svo
sem landdrotnar og stjórnmálamenn, eða verksmiðjueig-
endur og stórkaupmenn (kaupstaðirnir á Englandi); þeir
ljetu ensku stjórnina eyðileggja írskan iðnað og verslun,
til þess að írar gætu eigi kept við þá. Pá fyrst er rýmk-
að var um kosningarrjett Englendinga 1867—68, 1881 og