Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 141
Bækur um ófriðinn
4>
og Ameríkumanna leiðir, að vörur úr öðrum heimsálfum kom-
ast eigi á markaðinn, svo að þær skemmast svo nemur virði
margra tuga miljóna kr., en neyðin vex og hungur vofir nú
yfir mestum hluta mannkynsins.
Til leiðbeiningar fyrir þá, sem vilja lesa um ófriðinn og
ástandið skulu nefndar hjer nokkrar hinar helstu bækur, sem
komið hafa út um hann í Danmörku og Noregi, sbr. Ársrit II,
98 — 99. Fæstar þeirra era þó eftir danska eða norska menn,
heldur eru þær eftir ýmsa menn í öðrum löndum, t>æði í
Norðurálfunni og í Vesturheimi, en þær hafa verið þýddar á
dönsku eða norsku. Mörg hin helstu rit, sem birtst hafa í
öðrum rfkjum um ófriðinn, eru þýdd á tungur þessar, svo að
Danir og Norðmenn geti fylgst með viðburðunum og skoð-
unum manna. Gæta verður þess við sumar bækurnar, að þær
eru eigi óvilhallar.
Georg Brandes, Verdenskrigen, 4. udg. Kbh. 1917. (Gyl-
dendals bókav.) 8 4- 448 bls. Verð 10 kr. Útgáfa þessi er
helmingi stærri en 1. útgáfan. Höfundurinn er allra manna
kunnugastur stórþjóðunum, ritar mjög óhlutdrægt og með
mestu ritsnild. Carl Koch, Verdensfreden, 5. oplag. Kbh.
1918. (Det Schönbergske forlag) 127 bls., verð 2,50; góð
bók eftir vitran og góðgjarnan mann, um ástæðurnar til
ófriðar og hvernig eigi að koma í veg fyrir ófrið. Chr. Collin,
Verdenskrigen og det store tidsskifte, 2. forök. utg. Kristja-
nia 1917 (Gyldendal), 194 bls. og 3 bl. með myndum, verð
5,25; höf. lærður mjög í bókmentum Evrópu og vekjandi,
hlyntur Englendingum. James IV. Gerard (sendiherra Banda-
ríkjanna í Berlín), Mine fire Aar i Tyskland. Kbh. I917 (V.
Pio) 345 bls. og bl. með myndum, verð 6,50 (á ensku 7,50),
mjög fróðleg um Pýskaland og stjórn þess, ljóst rituð, svo
að allir geta haft gagn af henni, enda er hún rituð handa
mönnum í Ameríku, sem ófróðir eru um f’ýskaland. Fred.
IV. Vile, Da Verden kom i Brand. Kbh. 1917 (V. Pio) 368
bls. og bl. með myndum, verð 4,50; skemtilega rituð, lýsir
ástandinu á Þýskalandi, er ófriðurinn hófst. Den store frase,
roman fra verdenskrigen av et menneske. Oversat av B. W.
Nörregaard. 7. oplag. Kristjania 1817 (Gyldendal). 8 +
295 bls., verð 6,50. Bók þessi þykir lýsa betur stríðinu en
flest önnur rit og hver útgáfa hefur komið út á fætur annari.
Höf. er herforingi í liði Austurríkismanna, var hertekinn af
Rússum og fluttur til Síberíu. í’ar ritaði hann bók þessa og
hjúkrunarkona ein flutti handritið til Noregs. Vladimir Gross-
mann, Det gamle Rusland og det nye. Kbh. 1917 (V. Pio).