Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 144
144
Verðlaunasjóður vinnuhjua
Svíar hafa kært fyrir danska utanríkisráðaneytinu, að íslenskir
sendimenn hafi í Lundúnum hallað rjetti sínum, þá er þeir
gerðu samninga við Englendinga. Nú verður utanríkisráðaneytið
að halda uppi vörn fyrir þá og jafnframt flytja mál þetta við
ensku stjórnina.
Verdlaunasjódur vinnuhjúa. Jeg hygg að málefni
þetta hafi betra af því, að jeg riti um það í Búnaðarritið í ár
en í Ársritið. Lesendur Ársritsins þekkja það allir, en lesendur
Búnaðarritsins ekki. Fyrir því sendi jeg Búnaðarritinu ritgjörð
um það og skýrslu, hvað framgengt hefur orðið síðan í fyrra.
Hjer skal þess að eins getið, að yfir ioo manna hafa nú
lofað tillögum í sjóðinn. og hafa ioo bætst við á síðasta ári,
en 8 höfðu lofað áður. Af þessum er nálega helmingurinn
úr Hreppunum, Hrunamannahrepp og Gnúpveijahrepp, einn
frá fyrsta ári og 50 hafa bætst við.
Stærst tillag hefur boðið Magnús Frtiriksson, bóndi að
Staðarfelli á Fellsströnd, 100 kr. fyrir Staðarfell, Túngarð og
Svínaskóg; væri æskilegt að fleiri efnabændur gerðu eins.
f’ijú ungmennafjdög hafa og síðan í fyrra beinst fyrir
málinu og eru þau þessi: Ungmennafjelag Meðalfellinga í
Vestur-Skaftafellssýslu, ungmennafjelagið Vorboðinn í Langa-
dal í Húnavatnssýslu og ungmennafjelag Breiðdæla í Suður-
Múlasýslu. Auk þess hefur einn af merkisbændum í’ingeyinga
ritað mjer, að hann ætli að flytja mál þetta við samband þing-
eyskra ungmennafjelaga.
fá hafa og einstakir menn beinst fyrir þessu máli i sínu
hjeraði. Gunnlaugur Porsteinsson, hreppstjóri á Kiðjabergi,
hefur tilkynt mjer loforð frá fimm Grímsnesingum um tillög í
sjóðinn, og Páll Rósinkransson á Kirkjubóli í Korpudal, í
Önundarfirði, hefur tilkynt mjer loforð frá átta mönnum, öll-
um í Önundarfirði, eins og nánar verður skýrt frá í Búnaðar-
ritinu. Er vonandi að fleiri ungmennafjelög og merkir menn
beinist fyrir tpáli þessu, hver í sinni sveit, því að það verður
bæði bændum og vinnuhjúum til gagns og sæmdar. Það skulu
menn sanna,
Ef til vill hafa eigi öll brjef komist til mín, sem send
hafa verið af íslandi, en það munu menn sjá af Búnaðar-
ritinu.
Að lokum skal þess getið, að Hallgrímur Kristinsson,
kaupfjelagsstjóri, hefur greitt til mín 50 kr. fyrir Reykhús
Eyjafirði, rúmlega 8 hundr. jörð, í Hrafnagilshreppi, og eru
þær ásamt 100 kr. frá upphafsmanni þessa máls á vöxtum
vHandelsbanken* hjer í Kaupmannahöfn.