Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 120
120
Norðurlönd
að hinn sameiginlegi fáni sje gerður af fánum hinna fjögra
landa; þeim sje skipað á hvítan dúk og nokkuð rúm á
milli þeirra.
Uppkastið til laga um þetta mál er 25 greinar og
prentað í »Statsvetenskaplig tidskrift«, 20. árg. 1917, bls.
305—317. Rit þetta kemur út í Lundi og gefur prófes-
sor Pontus E. Fahlbeck það út. Hann er einn af hinum
merkustu stjórnfræðingum Svía.
III.
Viðaukl. Síðan þetta var ritað hefur nefnd sú,
sem skipuð var í ríkisþinginu í sambandsmáli Islands,
gefið út skýrslu um það. Hún er mjög fróðleg. I henni
er prentaður útdráttur úr skýrslu, sem nefndin hefur
fengið frá stjórninni um samband Danmerkur við ísland
á ófriðarárunum að því er verslunina snertir. Pessi út-
dráttur er mjög fróðlegur, og fyllilega þess verður, að hann
væri þýddur á íslensku; en því er eigi hægt að koma við
í Ársritinu í ár, af því að það er að hlaupa af stokkunum.
I skýrslu þessari eru og yfirlit yfir fjárhagsviðskifti
ríkissjóðs og landssjóðs. Um yfirlit þetta hef jeg alveg
hið sama að segja sem um fjárhagsreikning Jóns Sigurðs-
sonar; hvorugt er fullnægjandi og getur eigi verið það.
Það vantar gögn til þess að hægt sje að gera fullnægj-
andi og rjettan reikning um fjárhagsvíðskifti Danmerkur
og íslands, því að það þarf að reikna um lengri tíma en
gert hefur verið, og svo tók Jón Sigurðsson atriði með,
sem eigi hefði átt að telja í skuldareikning við ríkissjóð,
og eigi er heldur hægt að gera neinn rjettan reikning
yfir. Alt þetta heyrir liðna tímanum og sögunni til, en
ekki sambandsmálinu.
í annan stað vita menn, hve mikið fje gekk í ríkis-
sjóð Dana fyrir stólsjarðirnar, og hve mikið fje Danir
hafa greitt landssjóði í tillag síðan fjárhagsskilnaðurinn