Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 52
Frá írlandi
5^
rækta jörð og áttu hlut í sameiginlegum högum. Jörb-
unum var skift upp við og við á milli þeirra. Sagnarit-
arar rituðu upp ættartölur þeirra og landamerki jarðanna.
Rjettindi, sem höfðingjar höfðu og dómarar, skáld og
sagnaritarar, gengu að erfðum frá einni kynslóð til ann-
arar.
Pá er norrænir víkingar komu til Irlands í lok 8.
aldar, voru ættbálkarnir að nafninu til sameinaðir í fjögur
konungsríki, og var yfirkonungur (ruirí) í hverju þeirra.
Ríki þessi voru Leinster, suðurfjórðungur landsins að
austanverðu, Munster, suðvesturhlutinn, Connaught
(Kunnaktir), vesturhlutinn, og Ulster, norðurhlutinn Auk
þess var hjeraðið Meath, sem nú er greifadæmi, í miðju
landi að austanverðu. Par var fimti konungurinn og var
hann stórkonungur alls írlands. Hinn fyrsti þeirra,
sem sannar sögur eru af, hjet Niall Naoighiallach,
og ríkti um 379 til 405 e. Kr.; hjelst stórkonungdómur í
ætt hans (Njálsættinni) í rúm 400 ár. Yfirkonungarnir og
stórkonungarnir höfðu eigi mikil völd, en þó fór það eftir
dug þeirra. Peir voru kosnir á þingum úr einhverri höfð-
ingjaætt. Pá er þeir tóku við ríki, unnu þeir eið að því,
að halda lög landsmanna. Sjálfir gátu þeir eigi sett nein
lög. Stórkonungurinn, er á írsku var nefndur ardri, var
vígður til embættisins á Tarahæð í Meath, og í Tell-
town, eigi mjög langt frá Tara, var samkomustaður eða
þingstaður allra íra. Til þess að koma í veg fyrir deilur,
var oft kosinn eftirmaður (tánaiste = »annar«) konungs
á meðan hann var uppi. Konungur og eftirmaður hans
höfðu ákveðin lönd til afnota á meðan þeir sátu að ríki,
og hinir ósjálfstæðu flokkar guldu yfirkonungnum ákveð-
inn skatt, venjulega kvikfjenað.
Eins og ljóst er af þessu var hið stjórnarfarslega sam-
band á milli allra flokkanna mjög lítið; þeir áttu oft í
deilum og ófriði, eins og venja var til í öðrum löndum