Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 15
Einangrun
tímgast þær voveiflega. Bólan hefur strádrepiö sumar
eyjaþjóðir og sumstaðar hafa menn svo þúsundum skifti
dáið úr mislingum, skarlatssótt og inflúenzu. Auk þess
flytjast til þessara landa ýmsir sjúkdómar, sem gera
mikið mein, þó þeir sjeu ekki bráðdrepandi, eins og t. d.
berklaveiki og sárasótt (syphilis); fyrir þessum sóttum
eru líkamir eyjaþjóða mjög næmir, af því einangrunin hef-
ur valdið því, að þær hafa ekki haft þar áhrif fyrr en
samgöngurnar tóku að aukast.
Maskarensku eyjarnar við Afríku (Réunion og Mau-
ritius) voru áður taldir hollir og heilnæmir bústaðir, en eru
nú alræmdar fyrir mikla óhollustu. Par er mikil sykurrækt,
og önnuðust svartir þrælar fyrrum ekrurnar, en þegar þeir
fengu frelsi, þá fór hjer sem annarstaðar er líkt stóð á,
að svertingjar fengust eigi til að vinna, hvað sem í boði
var. Pá varð að sækja verkalýð til Indlands, og hefur
Indverjum fjölgað svo, að þeir eru orðnir aöalþjóðin á
eyjum þessum, en þeir hafa flutt með sjer allskonar pest-
næma sjúkdóma, kóleru, pest, bólu, malaria og aðrar ill-
kynjaðar sóttir; fyrir skömmu dóu og á Mauritius á fáum
mánuðum margar þúsundir manna úr inflúenzu, sem ekki
hafði gengið þar áður. Indverjar hafa einnig að ófyrir-
synju flutt þangað baneitraða höggorma, sem þar voru
ekki áður til.
Islendingar hafa heldur ekki farið varhluta af þv( að
verða fyrir aðfluttum drepsóttum, fólk hefur á fyrri öldum
dáið unnvörpum úr bólu, mislingum, skarlatssótt, hettu-
sótt, landfarsóttum o. fl., en eftir að samgöngurnar jukust
mjög eru sumir þessara sjúkdóma farnir að ílengjast í
landinu, svo þjóðin er að harðna gegn áhrifum þeirra,
en berklaveikin er verri viðfangs hjer sem annarstaðar.