Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 9
Einangrun
9
höfðu tímgvast þar og þroskast ágætlega meðan þeir
fengu að vera í friði, en þá rak skollinn þangað hina
grimmu villumannaþjóð, Maóríana, nálægt 1300 e. Kr.,
þeir útrýmdu móafuglunum á stuttum tíma, en eftir það
átu þeir hver annan, þegar ekki var annað kjöt að fá.
Afarstór fugl ófleygur (Æpyornis maximus) var líka til á
Madagaskar, egg hans voru svo stór, að hvert þeirra
tók jafnmikið eins og 148 hænuegg; egg þessi hafa
fundist á Madagaskar; árið 1902 voru 36 þeirra til á
náttúrugripasöfnum, þau eru nærri hálf önnur alin að um-
máli og taka 8^/s lítra af vökva. Sumir halda, að þessi
útdauði fugl muni hafa verið fuglinn Rok, sem getið er
um í 1001 nótt. Strútsfuglarnir, sem lifa á eyðimörkum
meginlanda, hafa getað bjargast betur, af því fætur þeirra
eru svo ákaflega vel lagaðir til hlaupa.
Pegar Evrópumenn komu í úthafseyjarnar, raskaðist
friðurinn, þá fóru strax að flytjast inn dýr og jurtir, sem
voru skaðlegir keppinautar fyrir heimaalningana, og sum-
staðar hefur komið fyrir, að innfluttu tegundirnar hafa
gjörbreytt náttúrunni; fagrir og tignarlegir skógar með
allskonar blómskrauti eru horfnir fyrir mjög ósjálegum
gróðri, sem hefur getað yfirbugað hinar innlendu plöntur.
Eyjan St. Helena, sem liggur fjarri öllum löndum úti í
miðju Atlantshafi, var þegar hún fanst 1502 mestöll
skógi vaxin og með einkennilegum jurtagróðri af innlend-
um tegundum, en svo settust menn þar að og fluttu með
sjer geitur; þær eyddu öllum skóginum á stuttum tíma
og allur annar jurtagróður gjörbreyttist. Svo er talið, að
á St. Helenu vaxi nú 746 tegundir blómjurta, þar af að
eins 52 innlendar, hinar eru allar aðfluttar, flestar frá
Englandi; hinar innlendu tegundir eru óðum að hverfa
og sumar illgresistegundir, sem flutst hafa ófyrirsynju til
eyjarinnar, eru orðnar að landplágu. Á hinum miklu og
fögru eyjum, sem kallaðar eru Nýja-Sjáland, hafa mjög