Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1918, Blaðsíða 20
20
í’orv. Thoroddsen
viö útlönd voru örar, og ungir íslendingar stöðugt gátu
leitað sjer mentunar og frama á langferðum til annara
þjóða; hinn aðflutti mentunarforði meltist í einverunni og
samlagaðist hinu íslenska þjóðerni fullkomlega; þjóðfje-
lagsskipunin var þá svipuð í hinum næstu löndum, og
íslendingar voru í bjargræðisvegum sjálfum sjer nógir,
lífið var einfalt og óbrotið. Síðar dró úr samgöngunum,
verkleg menning af öðru sniði með töluverðri breyting
atvinnuvega tók að ryðja sjer til rúms í meginlöndum
Evrópu, iðnaður og verslun komust í betra horf. Islend-
ingar urðu undirtyllur annara, höfðu engan skipakost og
vantaði alla framtakssemi til þess að koma afurðum sín-
um á hina beztu markaði; við þetta varð þjóðin eðlilega
aftur úr, hjelt gömlum háttum, breytti engu. Einangrunin
hefur líka alstaðar töluverð áhrif á lyndiseinkunn þjóð-
anna og gerir sjóndeildarhringinn þrengri. Vjer Islending-
ar höfum ekki heldur alveg farið varhluta af þessum á-
hrifum, þegar í fornöld eru »landar« kallaðir einrænir, en
sjerstaklega er þeim brugðið um tómlæti, og enn þá er
tómlætið vandræða-galli á mörgum íslendingum og kost-
ar landið of fjár á hverju ári. Afskektar þjóðir, ekki síst
eyjaþjóðir, eiga altaf á hættu að einangrast í vinnubrögð-
um og hugsunarhætti; sjálfbirgingsskapur og þrpngsýni
eyjaþjóða (insularity) er víða höfð að orðtæki,1) enda örð-
ugt að varast slíkan hugsunarhátt, þar sem ekkert er til
samanburðar og engin bein samkepni við aðrar þjóðir með
öðrum hugsunarhætti og annari menningu.2)
?að er að mörgu leyti hagur fyrir framtakssama þjóð
að búa á eyju, þegar hún er í stöðugu og fjörugu sam-
x) Sbr. Fr. Ratzel: Politische Geographie. 2. Aufl. Munchen 1903,
bls. 658—659.
*) Margar einangraðar villiþjóðir telja sig einu manneskjurnar á
jörðunni og finst allir aðrir standa langt fyrir'neðan sig; í almennum
þjóðfræðisbókum eru talin mörg skrítin dæmi.